27.4.2007 | 20:12
Hildur Sara og Margrét
Það eru engar smá sveiflur á tilfinningaskalanum hjá manni þessa dagana. Kannski er það Katla sem hefur þessi áhrif á mann. Í fyrradag var ég hrærður, í gær var ég reiður og var það þegar ég vaknaði í morgun, áðan varð ég pínulítið hryggur þegar ég frétti að gamall frændi minn hefði dáið í dag. En svo komu tvær yndislegar stúlkur, þær Hildur Sara og Margrét Unnars, fyrrverandi stúlknakórsfélagar og færðu okkur fjölskyldunni gjöf fyrir Kötlu litlu. Þær voru auðvitað bara yndislegar. Það er svo gott að finna væntumþykjuna frá stelpunum mínum. (Ég á svo mikið af stelpum, konan, dæturnar þrjár og allar núverandi og fyrrverandi stúlknakórsstelpur)
Hildur Sara og Margrét, takk kærlega fyrir okkur. Þið eruð æði!
Eyþór
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.