Samfó!

Rakst á heimasíður Samfylkingarinnar.  Þar á bæ eru menn greinilega að reyna að vera "hipp & kúl".  Heimasíðan þeirra heitir nefnilega samfo.is   Hallærislegt finnst mér.  Það fyrsta sem mér datt í hug var að þarna væri eitthvað tengt samförum.

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

algjörlega sammála..mjög asnalegt!!

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 20:31

2 identicon

Sæll félagi Eyþór.

Var að skoða gamlar færslur frá þér  - og af því þú ert ekki pólitískur (sbr. færslu um það efni frá 17.04.2006) - þá fannst mér ástæða til að vekja athygli á þinni eigin tillögu um að Framsókn verði hipp og kúl - með gamla sáðmanninn frá Búnaðarbankanum - hann var hvort eð var ekki nothæfur í útrásinni.    Held að þetta samfó-dæmi sem þú nóteraðir - sé etv. ekki svo vitlaust fyrir fólk sem notar klisjuna,,,,. "... verðum við samfó?"  . . . en það er svo annað mál.

Kveðja

Bensi

BENSI (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Heimasíða Samfylkingarinnar er reyndar www.samfylking.is. Það er líka hægt að nálgast síðuna undir slóðinni www.xs.is. Hins vegar er www.samfo.is heimasíða ungs Samfylkingarfólks.

Rétt skal vera rétt. :)

Svala Jónsdóttir, 24.4.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Seint mun ég koma framsóknarmönnum til varnar, en ég man þó eftir samfylkingarfólki sem gerði stólpagrín að framsóknarmönnum fyrir sveitastjórnakosningarnar fyrir að nota ekki nafn flokksins og skrifa exbé.  Mér finnst slagorðið "samfó" ljótt.   Slangur á ekki að vera slagorð í kosningabaráttu flokka sem vilja láta taka sig alvarlega. 

Móðir, kona, sporðdreki:), 26.4.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband