Grasekkja:)

Kominn tími til að tjá sig eitthvað á þessari síðu, mætti halda að það væri brjálað að gera hjá manniSvalur Brynja er búin í skólanum og stóð sig rosalega vel, kláraði 7 bekk með meðaleinkunn 9.4 og var með sjö 10 sem ég segi, hefur þetta frá mérÖskrandi Síðan er bara harkan sex hjá henni vaknar kl. 7.30 alla virka morgna og drífur sig á æfingu og svo yfirleitt í sund til að slaka á. Verður rosalega mikið að gera í boltanum hjá henni í júlí en þá spila þær 20 leiki með þeim sem verða spilaðir á Dana cup, ágúst verður notaður í afslöppun.

Rakel kom á laugardaginn hæstánægð með lífið og tilveruna og búin að vera í miklu stuði og fannst gott að koma "heim" ljúft að heyra, henni gekk mjög vel í skólanum líka en í Svíþjóð eru ekki gefnar einkunnir þannig aðHlæjandi Hefur verið á fullu að leika við vinkonu sína hér þá einu sem er á Akureyri því pabbi hennar stakk af til Slóveníu með allar hinar vinkonurnar þannig að hana hlakkar mikið til á morgun þegar liðið kemur.

Karl minn er s.s úti í Slóveníu og fílar sig fínt er að vísu orðinn vel brunninn og svona en ég vildi alveg vera það líka, rjóð af sól en ekki rjóð af roki en svona er þessu misskipt. Vona bara að hann kaupi eitthvað fallegt handa mérBrosandi ´

Ég hef verið að vinna dálítið auka núna síðustu daga og er það fínt, þess á milli hefur maður verið að sinna stelpunum, slást við Sólina mína og slá garðinn, þakka fyrir að ég rauk í það í gær því veðrið var fínt hérna nema frekar kalt en allavega sól.

Sólin og foreldrar buðu okkur svo í mat í gærkvöldi, sjávarréttasúpu og kalt pastasalat og var það ljúft, Sólin færði móðu sinni og Eyþóri voða fallegan hringapúða með nöfnunum okkar á og dagsetningu...RISAKNÚS fyrir þaðKoss Gaman að eiga svona til minningar um þetta allt saman.

Svo hringdi Sr. Óskar áðan og var að bjóða í grill á mánudaginn ekkert smá gaman að því, þekki þau ekki svo mikið en hlakka til að kynnast þeim, hann ætlar svo að gifta okkur þann 1. júlí.

Er að verða svolítið stressuð á enn eftir að láta græja kjólinn og finna dót í skreytingar og svona en þetta kemur allt þegar ég fæ hinn helminginn heim fer allt í gang. Á enn eftir að finna kjól á Brynju erum að vísu búnar að fara og skoða og fundum rosalega flottan rauðan og þar sem henni fer engan veginn að vera í ljósu þá verður hún að vera í lit, þannig að það verður flott ef hún ákveður sig.

Jæja ætla að fara að lesa smá stund í kuldanum, ákvað í gær að lesa allar bækurnar hans Arnalds upp á nýtt og er á annarri núna, vakna nefnilega svo snemma á morgnana núna stundum kl. 5 gerði það í gær og fór og setti í vél og þvoði mér um hárið er ekki eðlileg og verð það ekki úr þessu.

Tuðari kveður og eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband