22.3.2007 | 07:12
Náðhúsið:)
Eitt merkasta rit og mesta lesna rit allra tíma á mínu heimili allavega er Náðhúsið eftir Gústaf S. Berg hahaha þessa bók eignuðust við hjónin fyrir að verða 2 árum síðan og hefur hún síðan verið í blaðagrindinni á klósettinu enda eins og nafnið gefur til kynna á hún eiginlega heima þar:)
Mikil viska í þessari bók og held ég að allir fjölskyldumeðlimir hafi gluggað í hana á meðan þeir hafa verið á s.s. Náðhúsinu..ætla nú ekkert meira út í þessa sálma fór bara allt í einu að pæla í þessari bók, sumir lesa alltaf reglulega í biblíunni en við lesum reglulega í náðhúsinu :)
En s.s.. í bókinni er ýmis fræðsla og líka kennsla eins og t.d. ef illa gengur á settinu þá geturðu á meðan lært hvernig gera skal svan úr skeinisblaði mjög nytsamlegt, auk þess sem þú getur lesið brandara og verið í spurningaleik við sjálfan þig.
Allavega bók sem allir ættu að eiga engin spurning:)
Svo er speki mikil líka eins og þessi
Svona þekkirðu fertugan karlmann
Hann geymir húslykilinn á Jagúarlyklahring.
Hann klæðist of þröngum buxum enda ekki búinn að viðurkenna tilvist ístrunnar
Hann lætur sér vaxa skegg-það er eina hárið sem vex almennilega
Hann reynir sífellt við tvítugar konur - án árangurs
Hann les þessa brandara og hlær ekki
Svona þekkirðu fertuga konu
Bestu vinirnir eru hárgreiðslukonan hennar og snyrtifræðingurinn
Hún lætur eins og tíu ára, klæðir sig eins og tvítug og lítur út fyrir að vera fimmtug
Hún hefur sérstaka tösku fyrir hrukkukremin
Hún á fulla hillu af bókum um megrun og líkamsrækt
Hún hlær sig máttlausa að þessum bröndurum
ÞEIR lýsa vinkonum hennar fullkomlega:)
Svo mörg voru þau orð
Sjúlli kveður nýkominn af náhúsinu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.