Djellan

Skal segja ykkur það, búin að vera að kveljast síðustu vikur....ja ok mánuði af ljótunni sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema þetta er búið að há mér svolítið, helst ekki viljað fara út úr húsi og klætt mig í föt frá seglagerðinni Ægi, sem eru alls ekkert slæm föt:)

En s.s. svo ég komi nú að aðalmálinu þá sem sagt líður mér núna eins og hevy buddu þrátt fyrir að vera enn nokkrum númerum of stór og í tjaldi en ég fékk Makka buddu gellu skvísu töllu í gær, ég veit er alveg hasar djella núna með litlu hvítu makka tölluna mína....á varla til orð yfir þetta.....svo þegar ég verð orðin falleg aftur því ég verð það auðvitað hef alltaf verið það, þá verð ég svakaleg........

Ok þá er það útrætt mál, ég er DJELLA.

Annað er nú svo sem ekki mikið títt, Brynja var að fara upp í fjall á bretti með skólanum en það er svona útivistardagur í dag, og ætlar hún að koma heim seinnipartinn þannig að ég er eiginlega bara alein heima, Eyþor að vinna og ég á nú reyndar að vera að læra en stundum verður maður að fá pásu sérstaklega þegar maður á svona flotta tölvu....

Var vöknuð ofsalega fersk kl 6 og stökk hér fram og fór að LÆRA og ég er ekki að grínast ég var að læra....lærði meira að segja bara dálítið mikið. Hef ekki matarlyst þessa dagana en þyngist samt, mikill bjúgur á minni enda löngu orðin eins og blaðra, vökvinn í mér myndi líklega nægja risastóra grenitrénu mínu í nokkra daga. En þetta er allt liður í ljótunni, smellti nú pínu brúnkukremi framaní mig í morgun en ljótan minnkaði ekkert varð bara aðeins dekkri haha það sem maður gerir ekki til að líta út fyrir að vera mennskur.

Fermingarkertið og gestabókin komu í gær frá Reykjavík og bara þvílíkt flott, þannig að það er frágengið allt saman jájá eins og maður sé ekki svakalegur veisluskipuleggjandi. Búin að öllu eiginlega haha eða þannig, fermingagjöfin komin, búið að redda mat, myndatöku, sal já eiginlega allt að verða klárt hvað annað:)

Well ætla að reyna að hoppa aðeins og fá mér nokkurra mínútna göngu á göngubrettinu athuga hvort Marteinn leki ekki bara út ......

Sjúlli kveður með eðal makka og brúnku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Aaaa... þú ert sem sagt að kvarta yfir því að vera of langt frá því að líta út eins og fótósjoppað súpermódel 90-60-90 hohoho  

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.3.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband