Diggilú diggilei tralalalal

Snjóar og ég hélt að sommerið væri að koma bara nákvæmlega í dag. Svona gengur þetta og bendir hreinlega allt til þess að ég eigi ekki heima í veðurklúbbnum á Dalvík hvorki nú né síðar, spurning hvort þeir taki mig inn í nýja veðurklúbbinn sem verið var að stofna fyrir sunnan með Þór veðurfræðing sem heiðursfélaga, gæti kannski fengið að vera heiðursfélagi 2Kissing

Allt gott að frétta vonandi hjá ykkur ÖLLUM sem lesið þetta röfl í hvalnum. Jónas í hvalnum er löngu orðinn úreltur nú er það bara sagan um Ernu hval. En ég segi ykkur hana seinna ekki í stuði til þess núna. Svaf eins og engill í alla nótt, stökk fram úr beddinu kl 7:30 fann enga verki ekkert bara eins og ég væri ofsa feit, svolítið svona sein á mér en engir verkir takið eftir því og hananú. Eyþóri greyinu ofbauð og spurði hvaða orkuskoti ég væri á, þar sem ég hringsnerist og tók óhrein föt af gólfinu og sveif niður í þvottahús, grýtti í eina vél og braut saman úr annarri. Ekki séð frúna vera svona aktíva ja allavega ekki síðustu dagana.Gasp Veit ekki hvað er í gangi. Tja svei......hann vonar að þetta bendi nú til að ég fari að kreista mig síðar í dag, veit ekki hvort það verði nú að veruleika hef eiginlega bara enga trú á því. Og það sem meira er mér er eiginlega sama Marteinn kemur þegar hann kemur og hananú. Ja það er allavega nokkuð ljóst að það getur ekki brugðistPinch

Elín og Viddi mágsi komu hér í gær, náðu okkur í bælinu ekki það að það var allt í lagi, stoppuðu hér í eina 2 tíma en svo þegar þau ætluðu að leggja í hann var Víkurskarð lokað vegna slyss þannig að þau reykspóluðu bara Dalsmynnið í staðinn á sínum fjallajeppa. Gaman að fá þau í heimsókn hef ekki séð hann mág minn síðan á nýjársdag vegna þess að hann er sjómaður dáðadrengur en ekki drabbariWhistling

Fórum svo í vöfflukaffi í Smárann til mömmu og það var auðvitað eðal og át ég mikið eins og hvalir eiga að gera á þessum árstíma. Haha held ég hafi borðað einar ........nei almáttugur ætla ekki að láta það út á netið einu sinni einhverjum gæti ofboðið, en jafnframt skilið stærðina á hvalnum haha ég hlakka svo til að verða ýsa afturKissing

Eyþór fór að klára að redda síðustu pappírunum fyrir feðraorlofið sitt, vantaði eitthvað upp á hjá honum þannig að hann svífur um allan bæ og leitar að pappírum varðandi það. Annars er hann að mestu heima þessa dagana og passar upp á hlunkinn sinn, góður kall sem ég náði í svei attan ég á hann tralalal. Erum svo að fara á eftir og kaupa fermingargjafirnar handa dætrunum og kallinn ætlar að gefa kellu sinni fermingargjöf líka og mig hlakkar svo til verð ógisslega mikil djellaW00t Er það fyrir eða sko já ræðum það bara seinna.

Best að fara að hundskast til að læra eitthvað svona smotterís......um að sjálfsögðu heilann, yeah eins og minn er nú upp á marga fiska. Förum í mæðraskoðun á eftir hipp hipp fyrir því.......nýjar myndir á síðunni hans Marteins undir bumbumyndir 2 allt að gerast

Sjúlli kveður alveg snaróðurW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband