Geðveik eða bara geðveikari

17 mars kominn og bráðum verður komið sumar, hversu dásamlegt verður það. Er nú búið að snjóa samt hér í dag en það eru svona restarnar af vetrinum eða það held égShocking Laugardagskvöld og ég sit fyrir framan tölvuna eins og svo oft áður, Eyþór fór að spila í afmæli á KEA og Brynja í bíó með vinkonum sínum.

Rukum öll upp á spítala ímorgun fullviss um að nú væri sko einhver alvara í Marteini með þetta verkjastand sitt, nei engir verkir þegar þangað var komið og Marteinn bara farinn að sofa eftir að hafa haldið móðurinni vakandi alla nóttina. Skemmtilegt eða hitt þó heldur, María ljósa lét mig hafa tvær verkjatöflur og sagði mér að reyna að slaka vel á og sofa og athuga hvort verkirnir myndu ekki bara koma aftur af krafti. Búin að sofa eiginlega í allan dag en hvað litlir sem engir verkir, smávægilegur seiðingur......jahérna

Vona að nóttin verði samt góð og Marteinn sofi bara en sé ekki með stæla. Er búin að reyna að ræða við hann í dag en hann hefur lítið viljað hlusta og bara verið með takta....Haloen hann má það afþví að hann er hann.

Fengum okkur eðal dinner í gærkvöldi, kótilettur og ábresti og þvílíkt gott, *slef* ábrestir eru eitt af því besta sem ég fæ en hef ekki fengið að smakka í einhver 5 ár fyrr en núna. Eðal. Brynju leist ekki eins vel á það og fékkst ekki til að borða það haha bara betra fyrir okkur fengum meira. Annars var bara leti í kvöld og  pöntuð pizza af Greifanum og lukkaðist hún bara ágætlega.

HEf ekkert að segja er frekar þreytt að verða á þessum endalausu verkjum en svona er líf óléttu konunnar. Erum að fara að horfa á nýju James Bond myndina þegar Eyþór kemur heim.

Best að fara að kíkja á tv í smá stund

Sjúlli kveður með auma vömbSick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú getir hvílt þig í nótt  kæra mágkona:) Vona fyrir ykkar hönd að bumbubúinn komi svo bara á morgun. Gangi ykkur vel, þegar hann ákveður að koma

Magga (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband