15.3.2007 | 13:08
Já því ekki það.....
Þvílíkt veður getur engan veginn ákveðið hvort það ætlar að æla út úr sér snjókomu eða leyfa sólinni að vera. Væri alveg sama þó svo það myndi æla snjókomu sést ekki á meðan hvað það er mikið ryk hjá mér. Ótrúlegt hvað allt verður skítugt í mikilli sólKemur líka alltaf jafn mikið á óvart....
Títt ekkert bara held ég. Búin að vera ógisslega dugleg í morgun, gera tvö verkefni eitt í sál og annað í hjúkrun og skila þeim báðum. Er svo að byrja núna á verkefni í LOL nema ég nenni því ekki fyrr en ég hef drullast niður í Penna og keypt mér eins og eina möppu þar sem hin er orðin full. Ótrúlegt blaðafargan sem maður prentar útAlveg komin með næstum heilan kjarnaskóg í möppu og stefni núna á hallormsstaðarskóg jájá ekki vandamálið. Svona er sá græni ég
Búin að vera með töluverða verki síðustu daga og ákváðum við hjúin ásamt dóttur að trilla okkur upp á fæðingardeild í gærkvöldi eftir skammarlestur frá stóru systir, jújú mér var hent í monitor og Brynja fékk þar að heyra hjartsláttinn í systkini sínu í fyrsta skiptið, og Maríu ljósu fannst nú ekkert vera að ske en ákvað að skoða og viti menn komin í 4 í útvíkkun, mýktur og styttur legháls og fann lítinn koll og bara allt að gerast. Ekki það að krílus gæti alveg látið bíða eftir sér í einhverja daga enn en það er allavega eitthvað að gerast. Verkir annaðslagið í allan dag og svona bara gaman að þessu Fæddist lítið barn á stofunni við hliðina á okkur í gærkvöldi og það var svo krúttarlegt að heyra allt í einu svona krílaorg....
Fórum svo bara heim og leigðum okkur myndina Börn og mikið hrikalega fannst mér hún góð, hún er spes en rosalega góð get ekki beðið eftir hinni myndinni Foreldrar. Mæli alveg með þessari.
Vaknaði kl 03:00 í nótt og gat engan vegið sofnað þannig að ég skrölti fram og fékk mér .............megið giska einu sinni...........nú að borða hvað annaðJógúrt og páskaöl alveg eðal og lærði svo í 1 1/2 tíma í hjúkrunarfræðinni. Laumaðist svo inn í rúm aftur um 5 leytið og steinsofnaði, ótrúlegt hvað námið getur gert mann þreyttan. Var að vísu að rífast við kettina meira og minna þennan tíma þar sem þeir voru alveg klárir á því að fyrst að fóstran þeirra var komin á fætur væri þeirra tími kominn líka og vildu barasta fara út en ónei ég hafði betur og þeir fóru báðir að sofa líkaErna og kettirnir ómægad
Eyþór er að vinna eins og venjulega. Byrjuðum reyndar daginn á því hjúin að finna alveg svakalega edikslykt þegar við komum fram, sáum svo að það fór að drippla svartur vökvi úr einni skúffunni og viti menn haldið ekki að ein balsamikedik flaskan hafi farið á hliðina og lak út um alla skúffu og út á gólf, yndislegt. Eyþór skúraði allt í gær og gerði það aftur kl rúmlega 8 ímorgun ótrúlega duglegur.
Best að fara að versla eitthvað til að borða þýðir ekkert þessa dagana að eiga ekkert í skápunum, langar alltaf í eitthvað og þá helst melónur eða eitthvað ferskt.
Sjúlli kveður með 4 í víkkun og svaka ferskur
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jæja loksins eitthvað að fara að gerast!!!!!!!!
Margrét, Fanney og Patrekur, 15.3.2007 kl. 20:13
Þetta var ekkert skammarlestur, ég bara rak þig uppeftir...hjehjehje Sé bara vonandi frændsystkinið mitt sem fyrst kv stórasyss
hildur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 20:32
Koma svo Marteinn! Dugar ekki að hanga á hliðarlínunni endalaust ;)
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.3.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.