28.5.2006 | 13:03
Til vinstri snú:)
Kosningarnar búnar, get nú ekki annað en verið fegin, hefur ekki verið annað undanfarnar vikur í sjónvarpinu en einhver kosningaáróður Lá samt í sófanum langt fram á nótt og fylgdist með niðurstöðum og fílaði það mikið þegar D listinn féll einhversstaðar eins og t.d. hér á Akureyri....var sko kominn tími til að D listinn færi úr meirihluta hér og mínir menn inn víha
Annars allt gott að frétta held ég bara, Eyþór vinnur og vinnur frá sér allt vit, búinn að vinna alla helgina og fer svo í veiði í kvöld og verður langt fram á morgun og skilur ekkert í þessari þreytu þessir karlmenn en þeir slappa svo vel af í veiði að þetta er í lagi.
Brynja og vinkonur fóru á Da Vinci code í gærkvöldi og mæla eindregið með henni, ætlaði að fá Eyþór með mér á hana en hugsa að ég dembi mér bara á hana ein í kvöld kannski sé til, býð Brynju kannski með mér í bíó á einhverja aðra mynd, það er aldrei neitt í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum þannig að annað hvort er að fara í bíó eða bara leigja mynd eða horfa ekki á sjónvarp það er auðvitað valkostur líka
Pétur efrihæðarsambýlingur og pabbi hans voru að fella stóra reynitréð í horninu á garðinum þannig að nú nýtur stóra grenitréð sín alveg mjög vel, skyggir ekkert á það. Fáum hellings eldivið fyrir veturinn við þetta.
Röltum niður í miðbæ í gær og fengum okkur kaffi í te og kaffi settumst svo í sólina og horfðum á fólkið, var nú samt frekar kalt hér í gær þó svo að sólin skyni skært, vorum þá að íhuga hvað væri frábært að prufa að búa á Ítalíu eftir 4 ár og að vera í eitt ár, Brynja búin með 10 bekk og gæti verið í tungumálaskóla eða bara verið eftir heima ef hún vill ekki koma með Hugsunin um að vera í hlýju landi í eitt ár yljaði en þetta eru bara draumar, en maður getur alltaf látið draumana rætast ef maður vill Sjáum til margt getur breyst á 4 árum.
Hef lítið að segja, þarf að fara að sækja Brynju á fótboltaæfingu, Hildur skutlaði henni þangað eftir kaffisopa og spjall í morgun.
Kveð að sinni
Erna
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 31.5.2006 kl. 09:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.