9.3.2007 | 21:58
X-factor hvað
ÉG get svo svarið það, var eins og venjulega á föstudagskvöldi að glápa á factorinn sem ég eiginlega skil ekki afhverju ég geri þar sem mér finnst þetta frekar ömurlegur þáttur ef frá er talinn Jagvan færeyingurinn frændi minn Finnst hann góður og hefur alltaf verið það og hefði ekkert þurft að fara í þennan þátt til þess, Ellý er steikt og kexrugluð og hennar vegna finnst mér þessi þáttur frekar leiðinlegur svo mörg voru þau orð.
Mási bróðir er hér hjá okkur þessa helgina þar sem sonurinn Hilmar er að keppa á Goðamóti og stendur það fram á sunnudag. Bara gaman að því. Þeir sitja svo núna og keppast við að reyna að svara hundleiðinlegum spurningum í Gettu betur.
Brynjan er eitthvað slök búin að vera að drepast úr ógleði og magaverkjum, hálsbólgu og höfuðverk, en lét sig samt hafa að fara á æfingu, sleppir ekki æfingu nema ske kynni að þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús, þannig að núna er hún komin í bólið og ég læt mér s.s. leiðast í tölvunni.
13 dagar í dag í áætlaðan fæðingardag en auðvitað lengra ef Marteinn neitar að koma út, er nú af þrjóskri ætt þannig að það ætti ekkert að koma á óvart. Búin að vera með verki í dag svona seiðing en ekkert að ráði, brjóstsviðinn hreinlega að drepa mig, má ekki einu sinni drekka vatn held ég þá er ég komin með brjóstsviða, er að taka einhverja ógeðslega mixtúru sem lagar að vísu. Ojbara, ógleðin búin að vera líka í tvær nætur mér til mikillar gleði, vakna kófsveitt og ofsalega óglatt og vaki meiripartinn af nóttunni. Já segi ekki annað en þetta er sældarlíf
Hef eins og alltaf eitthvað merkilegt að segja sem samt lætur bíða eftir sér og endar á að ég man ekki hvað það var, svona er að vera hlunkur með gullfiskaminni. Ekkert til að gera grín að sko. Hef ekkert farið í dag nema jú sat í bílnum fyrir utan Bónerinn á meðan karlinn fór að draga björg í bú. SEm hann þarf að gera aftur á morgun sýnist mér þar sem ég er að verða búinn með það haha algert átvagl. Annað hef ég ekki farið svei mér þá.
Kláraði næstum skattaskýrsluna hennar mömmu kom að vísu smá vesen upp sem tengjast hlutabréfum hélt ég væri klár en ekki nógu klár þannig að ég geymi til morguns að leysa það, en geri það. Lærði líka slurk um taugar og þrátt fyrir að ég sé nú búin að vera sjúkraliði í 9 ár þá vissi ég ekki að það er til taug sem heitir skapabarmataug og pungtaug en fannst það býsna sniðugt þegar ég fattaði það...en hvað með það...er að læra allar mænutaugarnar, er ekki gaman finnst mér.
Ætla að fara að svara öllu rétt í Gettu betur...er svo klár
Sjúlli kveður alveg að fara á taugum
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki hissa þó það þurfi að fara aftur í Bónerinn í dag... ertu ekki með gest...(",)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.