7.3.2007 | 10:07
Hvernig passa merkin saman
SPORÐDREKI og BOGMAÐUR
Þessi tvö merki laðast strax hvort að öðru, oftast kynferðislega, en það er lítil von til að sambandið verið langvarandi. Bogmenn eru yfirleitt lífsglaðir og opnir, en Sporðdrekinn dulur, fáskiptinn og leyndardómsfullur. Framan af reynir Bogmaðurinn að kæta Drekann og rífa hann upp úr "þunglyndinu", en þegar það tekst ekki leitar hann uppi skemmtilegri félagsskap. Ef Sporðdrekanum finnst hann svikinn í tryggðum, er hann vís með að leita hefnda. Það er því vissara að reyna að skilja sem vinir!
Jahérna skal nú segja ykkur það hef nú aldrei heyrt annað eins. Sambandi verður ekki langvarandi...spurning hvenær við hjúin skiljum bara. Og ég sem hélt að við yrðum ALLTAF saman. En svona veit maður ekkert fyrr en maður hefur borið sig saman við stjörnumerki maka síns, hvað vorum við að hugsa að ganga upp að altarinu áður en það var gert.....
Sjúlli kveður alveg í öngum sínum
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
OMG gleymdi alveg að athuga með okkur Ágúst, man ekki einu sinni hvaða stjörnumerki hann er í, ég er alveg að klúðra þessu, sjitt. Ætli sé til einhvers konar stuðningsfélag fyrir fólk sem hefur lent í stjörnuvitlausu sambandi?
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.3.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.