3.3.2007 | 19:51
Fjötrar eða frelsi
Ég fór á rosalega áhugavert málþing í dag sem bar yfirskriftina ,,Gulur, rauður, grænn - frelsi eða fjötrar samkynhneigðra í samfélaginu". Akureyrarkirkja stóð fyrir þessu, með Sr. Óskar í fararbroddi. Margar afar merkilegar reynslusögur, erindi og ljóð voru flutt og Ellen Kristjáns, Eyþór Gunnars og Páll Óskar sáu um tónlistina. Það er frábært að sjá hversu jákvæð þróunin í réttindamálum homma og lesbía hefur verið undanfarin ár. En um leið sorglegt að samkynhneigðir hafi ekki enn full réttindi á við gagnkynhneigða. Ég er hræddur um að kirkjan sé að draga lappirnar. En þeim prestum sem styðja baráttu samkynhneigðra fer fjölgandi og margir þeirra berjast fyrir fullum réttindum. Vonandi líður ekki langur tími þar til ég spila við kirkjulegt brúðkaup pars af sama kyni. Hvernig í ósköpunum er hægt í nútíma þjóðfélagi að meina tveimur ástföngnum einstaklingum að staðfesta kærleika sinn frammi fyrir Guði? Tveimur heilbrigðum einstaklingum sem hafa sömu tilfinningar, sömu lífsskoðanir og gagnkynhneigðir? Af hverju ættu þeir ekki að geta notið þess stórkostlega undurs að eignast og ala upp börn? Það hlýtur að vera betra fyrir börn að alast upp með tveimur góðum foreldrum, af sama kyni, en að alast upp í ástlausu umhverfi hjóna af sitt hvoru kyninu. Ég ætla að ræða þetta mun meira hér, en lasagnað er að kólna á borðinu. Mig langar samt í lokin til að gera frábærlokaorð Sr. Sólveigar Láru á Möðruvöllum að mínum. Vonandi munu ekki fleiri ungir einstaklingar verða fórnarlömb hugarfars hinna gagnkynhneigðu!
Eyþór
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Heyr
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.3.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.