Ekkert að segja

Hef aldrei neitt að segja en samt tekst mér alltaf að blaðra hérna alveg heilu síðurnar, merkilegt nokk...

Karlinn minn er í borginni að halda tónleika í kvöld en kemur aftur í fyrramálið, fer svo aftur suður þann 7 mars að halda aðra tónleika og fer þá að morgni og kemur morguninn eftir, eins og núna.Shocking

Er að drepast úr helvítis bak-, grindarverkjum og hjartsláttaróþægindum síðustu tvo daga er að verða frekar skapvond á þessu öllu saman, á engan veginn við mig. Vaknaði í fyrrinótt við það að mig dreymdi að ég væri búin að eiga og væri að fara út að skokka með vagninn......geðbilað lið maður. Þrái að fara að hreyfa mig...hlakka ekki lítið til, verð eins og Speedy Gonzales þegar ég verð búin að losa mig við bumbuna, þýt um allar göturGrin

Fórum í dag mæðgur og keyptum fermingarkerti, servettur og gestabók, þurfti auðvitað að senda þetta allt suður til að láta merkja þannig að þetta kemur eftir 1-2 vikur. Ákváðum að vera bara snemma í þessu svo maður þurfi ekki að gera allt síðustu vikurnar, set þetta svo bara í plast og inn í skáp. Búnar að panta förðun, hárgreiðslu og myndatökuna. Ætlum að fara að kíkja eftir kjól og panta matinn en hún er að spá í að fá grillvagninn frá Bautanum koma á staðinn grilla, setja á hlaðborð og pakka svo öllu saman aftur og fara með það, gæti ekki verið þægilegraKissing Svo er líka fínt að dreifa kostnaðinum aðeins á meira en bara einn mánuð. Búin að reikna lauslega að fyrir utan gjöf kostar þetta um 200-250 þús og svo deilt með 2 þar sem pápinn hennar borgar helminginnHappy

Brynja fór í afmæli til vinkonu sinnar kl 6 þannig að ég skaust til Hildar og hitti Brynhildi Sól, en Ragnhildur og pabbi hennar fóru í laugina. Var að leita mér að svona hosum ungbarnahosum finnst svo krúttlegt að hafa lítil börn í þannig en fann engar, þannig að Hildur bjallaði snarlega í systur hans Guðmundar sem ætlar að gera svona fyrir mig, fyrst bara hvítar og svo þegar krílus er fætt þá koma fleiri litirLoL Bara snilld.

Lilja Hrund kom aðeins áðan, með drasl í íbúðina hennar mömmu en hún er loksins búin að finna sér íbúð hér til leigu allavega tímabundið og prófa, og var Lilja s.s. að koma með dót frá Húsavík, verið að tína þetta svona hingað í rólegheitum, stóru hlutirnir koma kannski um helgina. Annars er Lilja komin í baksjúklingaklúbbinn í fjölskyldunni, er með bólgur í festingum í baki eða eitthvað slíkt og er á leið í sjúkraþjálfun...hræðileg þessi baksýki í familiunni.

Verð nú aðeins að monta mig en ég var í prófi í Líffæra- og lífeðlisfræði og fékk 7,5 og var nokkuð montin með það, þar sem þetta er einhvern veginn ekki alveg mitt fag og ég gat ekki mikið lesiðGasp Svo fyrir verkefnin mín í upplýsingartækni er ég búin að fá 4 x 10 og 4 x 9 er ég heili eðaKissing haha varð bara að monta mig. En svo þegar ég fer í lokaprófin þá lokast ég algerlega og man ekkert hræðileg líðan, hef alltaf verið svona, gengið vel þangað til kemur að lokaprófum.

Well ætla að fara að horfa á þáttinn House á skjánum og liggja þar eins og skata, þarf að vísu að skella mér í sturtu en það er seinna tíma vandamál, finnur enginn af mér fnykinn hvort sem er þar sem ég er ein heimaSick

Hafið það sem best það sem eftir lifir kvölds..

Sjúlli kveður angandi af skítalykt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitta fyrir kurteisis sakir (en líður stundum eins og gluggagægi þrátt fyrir að ég sé á netinu). Skemmtilegt að lesa og til hamingju með prófið.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 22:05

2 identicon

Já þetta er ekki gott... 25 ára og komin í bakverkjagengið... við þurfum nú bara að fara að fixa klúbb úr þessu öllu... nei þetta er ömulegt..!!!

En til hamingju með 7,5. . að mínu mati er það MJÖG gott..(",)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband