25.2.2007 | 17:55
Goðamót:)
Mikið hrikalega er búið að vera gaman um helgina Finnst svo gaman á svona fótboltamótum og þó sérstaklega Goðamótinu. Mikil spenna búin að vera hjá Brynju alla helgina og þó svo að hún sé með marbletti í andliti, og út um allan skrokk, ónýtt bak, mjöðmin í klikki, öxlin eitthvað slök og bólgur á fótum þá var það alveg þess virði Hún allavega gengur mjög líkt móðurinni núna sem er hreinlega að drepast úr grindargliðnun. En s.s. Þórsarar voru með 5 lið 4 fl a og b og svo 5 fl a, b og c og lentu þrír flokkar í fyrsta sæti s.s. gull, einn með silfur og sá síðasti s.s. Brynju flokkur með brons og svo syngjum við bara Oleoleoleole ole ole....já sanni ungmennafélagsandinn.
Var ferlega gaman nema í krossspili í gær lentu þær á móti Þrótti R og lentu í hlutkesti um hver ætti að spila um 1.- 2 sætið og unnu Þróttarar það. En okkar stelpur urðu nú líka Goðamótsmeistarar í boðhlaupi hahaha snillingar.
Langar líka að koma því á framfæri að Þórsarar sem eru besta liðið á Akureyri léku 31 leik á mótinu en töpuðu bara 1 og geri nú aðrir betur en það. Liðið hennar Brynju fór t.d. taplaust í gegnum mótið en töpuðu í hlutkesti........já hverjir eru bestir ...............ÞÓRSARAR
Komnar myndir undir Goðamót 2007
Þannig var það nú, annars er allt með kyrrum kjörum, ég lærði helling á milli leikja en hef svo aftur ekkert lært í dag, ekki alveg í formi eftir að hafa staðið svona mikið um helgina, grindin alveg að súpa seyðið af því. Marteinn fílaði öskrin og köllin í Boganum tók svona vítaspyrnurnar alveg á fullu í bumbu sem ég segi upprennandi þórsari hér á ferð.
Eyþór er búinn að vera eiginlega í fríi alla helgina rétt skotist í kirkjuna til að athuga hvort hlutirnir gangi ekki sinn vanagang Annars hefur hann verið bara á Goðamóti eins og við. Erum boðin í mat til Hillu pillu og familiu á eftir, ég ætlaði að sjá um eftirrétt veit enn ekki hvað ég skal bjóða upp á, ótrúlegt en satt að ég matargatið skuli ekki vera búin að finna upp á neinu, held ég kaupi bara eitthvað úr þessu
Farnar að kíkja aðeins á fermingarhluti eins og hvernig liti hún vill hafa í kerti, servettum og skreytingum, fórum í Blómaval og valdi hún fjólublátt og bleikt mjög flott. Ætlum svo á morgun að panta förðun og klippingu að ógleymdri myndatöku hjá Dagsljós en pabbi hennar og Kristín sjá um að koma henni í hana, stefnir held ég bara á að fermast í Þórsaragallanum væri vel við hæfi
Búin að skrifa niður hverjum við ætlum að bjóða en það er í kringum 80-90 manns með þjálfurunum hennar og liðsfélögum, megum ekki gleyma þeimstærsti og besti vinahópurinn
Ætla að fara að láta mér detta í hug einhvern eftirmat efast um að það gerist samt.......
Sjúlli kveður með marenstertu í kollinum en ekkert í höndunum
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 26.2.2007 kl. 14:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.