19.5.2006 | 15:36
Snjókorn falla og svo allir með:)
Svo maður byrji á að nefna skandal allra tíma Júróvísíón Silvía úti..reyndar átti hún alls ekki skilið að fara áfram, söng illa, var stíf og ekkert eins flott á sviði og maður bjóst við EN sleppti fuck orðinu. Reyndar er ég búin að vera svolítið hneyksluð á henni undanfarið finnst hún vera búin að fara yfir strikið en samt FLOTT....Núna er bara að vona að Finnar taki þetta með trompi held með þeim
Leggjum í Mývatnssveitina um hálfsex þá er Brynja búin á æfingu og við keyrum hana til Rakelar vinkonu sinnar en hún verður nú með annan fótinn hérna, ætla að horfa saman á Evróvísion hérna annaðkvöld nokkrar vinkonur og ég treysti þeim sko alveg mjög vel eru allt frábærar stelpur
Það snjóar hér, frekar asnalegt dæmi og ógeðslega kalt, en ég brá mér í "krabbameinsbekk" ljósabekk til að fá smá hita í kroppinn og það virkaði bara í smá stund
Döggin er komin með spangir á tvær tennur, verið að reyna að losa hana undan þeirri neyð að fá spangir en þeir vona að þeir geti lagað hluta af hennar bitskekkju svona, er með teygju á milli tannanna sem hún sviptir af þegar hún borðar...vona að þetta dugi annars verður hálfgert stríð vill auðvitað og skiljanlega ekki spangir er líka á viðkvæmum aldri hvað það varðar.
Þvottavélin búin og ætla því að skjóta því í þurrkarann svo ég fari ekki nakin í Mývatnssveit þó þeir séu ýmsu vanir eru þeir held ég ekki undirbúnir fyrir það greyin. Svo er spurning hvort þurfi að henda Passat á keðjur fyrir ferðina haha nei segi svona hann fer allt
Kveð að sinni og eigiði góða helgi
Erna ferna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.