19.2.2007 | 17:27
Hvaða hvaða
Kominn tími á að blogga en ekki skamma fólk svona endalaust Linda mín fyrirgefðu og vertu ævinlega velkomin hingað alltaf já bara hvenær sem er
Fórum í mæðraskoðun í dag hjúin og það kom fínt út, Marteinn stækkar alveg endalaust og við vorum að spjalla um fæðinguna og svona og okkur er farið að hlakka svo til, meira segja er mig farið að hlakka til að rembast og fá verkina og allt það því jú það er Marteinn á endanum sem er svo spennandi að fá
Fengum líka vagninn eða Rollsinn hann er svo flottur, í dag sóttum hann niður á Flytjanda og það kostaði ekki nema 7000 krónur að flytja hann hingað frá Hveragerði, jahérna en svona er nú Ísland í dag
Bakaði hér bollur í kaffinu handa svöngu skólabarni og organistanum en hann er í fríi núna í dag og á morgun þar sem hann hefði átt að vera úti í Sverige og var búinn að verða sér út um frí en fór svo ekkert. Er nú samt nóg að gera hjá honum þar sem hann er fjarkennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar og er á fullu að útbúa efni handa því liði. Ég var rosa dugleg vaknaði kl 6 stútfull af hor og hálsbólgu og fór að læra og lærði til 11 en dengdi mér þá í sjóðheitt bað og svo í mæðraskoðun
Ég naga svo á mér neglurnar þessa dagana , eftir að ég hætti að láta setja á mig neglur, þoldi ekki að sitja, þá bara tek ég neglurnar upp að olnbogum og er svo með plástra á öðrum hverjum fingri, ætla ekki að segja ykkur hvað það er sárt að pikka á lyklaborðið....mér er nær veit það.
Tengdó eru að spá í að koma um helgina, verður nóg að gera, Goðamót hjá Brynju og er spennan strax farin að hrjá hana, alveg á límingunum. Mér finnst sjálfri rosalega gaman að horfa á stelpurnar spila og vona að ég verði bara hress svo ég geti séð einhverja leiki kannski ekki alla en einhverja.
Bolludagurinn í dag, ætla að hafa kjötfarsbollur í kvöld og kál, fitu og böppur, slurp eðal góður matur og svo auðvitað sprengidagurinn á morgun......þarf nú ekkert að borða til að springa..hahahah
Júró má nú ekki gleyma að minnast á það þvílíkt flott lag sem vann hann Eiríkur er bara flottur, kemur fast á hæla Bubba í flottheitum.....rosi......sem minnir mig á að ljósan mín sagði að við mættum hafa tónlist með okkur sem okkur þætti þægileg og ég hugsa að Bubbi kóngur fari með mér, er ekki alveg að fíla svona slökunartónlist verð svolítið pirruð af að hlusta á hana
Eyþór var með tónleika á laugardag og komu bara nokkuð margir eða um 100 manns er svo að fara suður í byrjun mars og ætlar að vera með tónleika þar, og ef eitthvað gerist í mínum stóra malla þá er hann ekki svo lengi að bruna norður en það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því....kallinn kom svo líka og færði kjellunni þennan fallega blómavönd á konudaginn, en ég verð að viðurkenna að matinn eldaði ég sjálf nema hann gerði sósuna........haha tekinn þarna kallinn
Hætt að bulla
Sjúlli kveður sjúklega horaður
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hahaha best ég viðurkenni að ég les bloggið með ánægju!!! - Lára klára
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.