16.5.2006 | 13:18
Undarlegar lífverur
Hér í Munkanum er mikið líf og mikið gaman. Fyrir utan familiuna og fuglana 6 og kettina 2 þá hafa tekið sér hér bólfestu litlar brúnar púpur ójá og það í eldhúsinnréttingunni okkar. Búin að sjá þessi kvikindi annaðslagið og drepið þau jafnharðan en svo áðan týndi ég þau hér og þar undan innréttingunni og út úr henni þá bað ég húsbóndann vinsamlegast að hringja á meindýraeyði.......þannig að nú sit ég og bíð eftir pöddumanninum *hrollur*
En að öðru við gamla settið erum að fara í Mývatnssveit um helgina með kórnum Hymnodiu já eða hluta af honum í afslöppun og át og smá dýfingu í jarðböðunum þeirra....við Eyþór ætlum að reyna að ganga á Hrafntinnuhrygg höfum lengi ætlað að gera það en aldrei orðið neitt úr því þannig að stefnan er sett á hana góð byrjun fyrir göngusumarið mikla sem líklega verður eins og síðasta sumar ekki mikið gengið af því sem átti að ganga allavega ekki ég
Svo Silvía Night á fimmtudaginn get ekki beðið því mér finnst hún í einu orði sagt SNILLD, hvaða máli breytir það svo sem þó að hún komist ekki inn í aðalkeppnina, verður nú ekki fyrst til að missa af því en verður samt líklega sú eftirminnilegasta ja kannski fyrir utan DJ Pál Óskar sem auðvitað brilleraði á sínum tíma
Vorum í gær aðeins að huga að brúðkaupi fer nú að líða að því að fólk fái boðbréf svona þegar við gefum okkur tíma í að smyrja því saman, endar með því að það verður hringt í alla erum svolítið sunnan við okkur, vorum líka að planera salinn í kirkjunni erum hrædd við veðrið og endum líklega á að vera bara með veisluna þar, hægt líka að vera þar úti ef veðrið verður gott....nenni ekki að plana þetta enda bara gaman að vera ekki með allt of skipulagt......svolítið kaos gerir þetta bara spennandi.
Best að fara að athuga hvort pöddumaðurinn hafi drukknað á leiðinni eða fallið fyrir ormi eða eitthvað.....
Erna
Athugasemdir
ja hérna .. eru pöddurnar nokkuð að éta frá ykkur húsið? hehe vonandi ekki.. það væri nú ekki gaman að vakna bara allt í einu í garðinum .. ;) Það gæti verið ævintýri ;)
kveðja Helga Björg
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.