16.2.2007 | 08:54
Mikið fegin:)
Haldiði ekki bara að karlinn minn sé hættur við að fara út og ætlar að fara frekar út í apríl, varð mikið fegin þegar hann sagði mér þetta í gær...búið að veltast mikið í honum hvort hann eigi nú að fara og svo bara ákvað hann að sleppa þvíBara fegin......Vill bara hafa hann hjá mér núna þessar síðustu vikur...
Brynja er að renna sér í borg bleytunnar í dag að keppa í fótbolta íslandsmót innanhúss og kemur aftur seint á laugardagskvöld, síðan er það bara Goðamótið helgina á eftir þannig að það er brjálað að gera og minnkar ekki, er búin að vera svolítið mikið kvefuð en það er að skána Fór út í þorp í gær að horfa á handbolta með vinkonum sínum úr Þór. Er eiginlega alltaf með stelpum orðið úr Þór eru hennar bestu vinkonur þannig séð, halda rosalega vel saman þessir fótboltakrakkar....sem er að sjálfsögðu bara gott mál. Annars var svona snyrtidagur hjá dömunni í gær, fyrst var það klipping og svo var það litun og plokkun..........sæta spætan:)
SVo fáum við vagninn hans Marteins í dag, erum búin að ákveða svona æfingarbúðir í keyrslu, troðum Ronaldo kettinum í bleyju, húfu og útigalla og spásserum með hann efast ekki um að hann myndi sætta sig við það haha.......
Eyþór er þétt bókaður í útvarpsviðtölum um helgina, eitt á morgun frekar en að það sé í dag og svo eitt á sunnudagsmorgun, hann er nefnilega að halda svona óskalagatónleika í kirkjunni á morgun kl 4 og fólk gat haft samband við hann og beðið um óskalag s.s. spilað á orgel ógeðslega sniðugt finnst mér og hann er að spila lög eftir Bó Halldórs, Dallaslagið og einhver fleiri og held ég bara að ég ætli að skella mér kostar 1000 kr inn en kjellan fær frítt
Á bara eftir að brölta með Martein í 4 vikur og 6 daga pæliði í því já þetta líður sko hratt, fæ reglulega á nóttunni fyrirvaraverki, kófsvitna og svo bara líður það hjá og mín sofnar aftur. Var að snúa mér við í fyrrinótt og ætlaði að grípa í koddann til að svifta mér til aðeins en nei valdi hárið á aumingja Eyþóri en hann fann ekkert fyrir því...hahah hefði getað endað hárlaus kallgreyið
Lærði í 6 klukkutíma í gær ætla helst að gera það í dag líka en efast um að ég nái því, ætla aðeins að þrífa ekkert mikið enginn öskubuskuleikur í dag sko. Farið varlega um helgina................
Sjúlli kveður alveg snarrrrrruglaður
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.