14.2.2007 | 09:18
Hlakka til...
Enn einn miðvikudagurinn runninn upp.... finnst jólin hafa verið í gær svei mér þá, tíminn þýtur áfram. Hlakka svo agalega til að geta farið að hreyfa mig aftur, hlaupa, labba, boxa, og bara þetta allt. Finn að skrokkurinn er farinn að þurfa á því að halda.....verð á hlaupum hér um allan bæ með vaginn íha.........
Skil ekki hvaðan þessi leti kemur upp í mér sem ég þjáist af þessa dagana, finnst rosalega gaman í skólanum, vakna á morgnana með Eyþóri og Brynju og virkilega hlakka til að fara að læra en hvað ég er t.d. ekki byrjuð núna...fer alltaf einhvern skyldurúnt um netið, tjékka á peningastöðunni, mætti halda að ég búist við lottóvinningi á hverri nóttu, og eitthvað svona tómt tjón, svo loks þegar ég er reiðubúin í lærdóminn er ég orðin svo þreytt í bakinu að ég leggst inn í rúm og ætla að lesa en enda sofnandi með trýnið ofaní bókina......gengur nottlega ekki verð að fara að taka mig áEkki það að ég er sko alls ekkert á eftir, frekar á undan ef eitthvað er og var það alltaf ætlunin þar sem ég kem til með að missa aðeins úr þegar ég fer að fæða
Hér eru allir að verða eitthvað kvefaðir, Brynja hundkvefuð, og við hjónin með hálsbólgu, ekkert skrýtið er búið að vera að grassera allt í kringum okkur en við hristum þetta af okkur vonandi erum nú ekki vön að verða veik þó einhver óþokki gangi allt í kringum okkur, hraustleikafólk hér á fer
Heyrði aðeins í karli föður mínum í gær, hann var alveg hinn sperrtasti, nóg að gera hjá honum alltaf, sem er gott miðað við að hann er hættur að vinna. Var að hugsa um að bruna inneftir en þegar hann frétti af því að barnabörnin hans þrjú hér á eyrinni væru öll kvefuð og/eða lasin þá hætti hann snarlega við, ætlaði nú ekki að fara að ná sér í slíkan skít, enda svo sem tekur hann nú lýsi og er það allra meina bót, sem er reyndar rétt man aldrei eftir að kallinn hafi verið veikur. Sveitagenin líklega og hreina loftið
Litla sól frænka mín var með yfir 40 stiga hita í gær og ofsa kvefuð og vildi bara kúra en varð mjög hýr þegar móðan hennar birtist sem er auðvitað ekkert skrýtið ég er svo mikið eðal......
Ætla hætta að rausa um akkúrat ekki neitt og leggjast inn í rúm og gera verkefni í sálfræði um hroka/frekju og kryfja það til mergjar, komst nú að því miðað við svona könnun sem ég gerði í gær að ég væri meira svona rola og það tel ég engan veginn geta staðist......verð að gera það aftur, er nefnilega alltaf sögð vera frekja og ég er alveg sátt við þaðbara ekki rola............
Sjúlli kveður með rolusvip á andliti en frekjuglampa í augum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.