13.5.2006 | 15:44
lukkulegur á laugardegi
Nú var ég að spretta inn inn í kirkjuna og sé að ég hef 10 mínútur, sem duga ekki til neins af viti, þess vegna blogga ég bara. Það er búið að vera nokkuð líflegt undanfarið hjá okkur öllum. Brynja er í prófum og verður næstu vikurnar. Það gengur rosalega vel hjá henni og hún fékk þrjár tíur og eina 9,5 einkunn úr síðustu 4 prófum. Í gær fór hún á fótboltaæfingu, þrátt fyrir að hún sé bólgin og hölt. Hún spilaði reyndar ekki, fylgdist bara með. Eftir það fór hún í grillpartý hjá þjálfaranum. Jónsi, þjálfari þeirra, er alger snillingur og nær frábærum tökum á stelpunum. Erna er í helgarfríi þessa helgi. Ég er búinn að vera að spila hér og þar þessa vikuna, 3 jarðarfarir, afmæli, skemmtanir og núna í hádeginu stjórnaði ég, spilaði með og söng með Kór Glerárkirkju á tónleikum. Ég er svo að fara á tónleika með mínum gömlu félögum í Grundartangakórnum. Grundartangakórinn var fyrsti kórinn sem ég stjórnaði.
Í gær elduðum við okkur löngu í fyrsta skipti. Ég hef aldrei smakkað löngu fyrr en hún er rosalega góð. Þéttur og góður fiskur. Ég gerði sósu úr hvítvíni, lauk, gúrkubitum, sýrðum rjóma, dilli o.fl. og þetta rann ljúflega niður. Það er svo rosalega gott að borða fisk, maður verður ekki eins þungt saddur af honum. Við eigum svolítið eftir af löngunni og einnig lúðu. Mig langar svolítið til að komast yfir skötusel. Hef aldrei eldað hann sjálfur en mér er sagt að það sé svolítið erfitt.
Rokinn á tónleika,
Eyþór
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.