5.2.2007 | 13:16
Allt í rólegri kantinum.......
Sem betur fer segi ég bara er handboltanum nú lokið, fékk síðasta hjartastoppið í gær í leik Þjóðverja og helv....Póllands en auðvitað unnu mínir menn þetta, áfram Germany svo maður þykist nú vera snjall í hinum erlendu skrifum
Allt sæmilegt að frétta héðan úr Munkanum, allir nokkuð spakir bara eða þannig, annars hef ég verið eins og jójó með familinu til skiptis til læknis, fyrst með köttinn hann Snúð sem reyndist vera með barkabólgu karlgreyið, búinn að horfa á mig sorgaraugum í marga daga og ég ekki fattað neitt, en svo opnuðust augu mín....Brynju fyrst til heimilislæknis vegna sýkingar í auga sem er reyndar búin að vera í einhverja 2 mánuði en móðirin alltaf sagt já þetta batnar....týpískur heilbrigðisstarfsmaður, svo varð Ronaldo minn s.s. hinn kötturinn hálfmeðvitundarlaus einn daginn gat varla gengið og ég veit ekki hvað og hvað, held hann hafi lent í einhverju er allavega skárri án læknisheimsóknar enn sem komið er, og svo eiginmaðurinn fékk sýkingu í löpp og þurfti sýklalyf og svo enn dóttirin til bæklunarlæknis vegna beinvaxtar á fæti sem hann ætlar að reyna að leysa með innleggjum til að byrja með....ÉG stend bara nokkuð gleið og líður sæmilega miðað við aldur og stóra vömb....og já það að geta varla drifið upp um mig brækurnar...Lilja ég meina það ég er 34 ára en líður eins og 84 ára Spurning um heimahjúkrun...haha til aðstoðar við klósettferðir damn......
Er löt við að læra, lærði að vísu nokkuð vel um helgina nýtti tímann þegar ég var ein heima á laugardagskvöldið, Brynja á Hrafnagili og Eyþór að djamma með Pétri lækni...Lærði alveg stanslaust eiginlega í eina 3 tíma. Ekkert eiginlega síðan þá en ætlaði einmitt núna að fara að læra en hvað, ja auðséð að ég er ekki að læra
Vona að Marteinn fari að koma er orðin þreytt á bumbunni minn, lá við að ég kveikti í henni í gær, var að gera jafning og hún lá oná hellunni næstum því, mátti þakka fyrir að grilla ekki Martein...áttaði mig ekki alveg á hversu útstandandi hún er.....haha er alltaf með matarklessur ofaná henni....lífið er ljúft jájá.
Eyþór vinnur bara eins og andskotinn og hefur samt ekki undan að gera það sem hann þarf að gera, sér ekki fram á að geta farið út í feb vegna tímaleysis við að æfa sig, alltaf eitthvað sem liggur fyrir. En spurning hvað verður.......
Ætla að fara að læra Sálfræði ekki veitir af, allir hálf klikk í fjölskyldunni...
Bið ykkur vel að lifa, hagið ykkur vel,
Sjúlli kveður með allt á hælunum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er kannski engin hjúkka en mér fer ágætlega að vinna með sjúku fólki..:) Hringdu ef þig vantar e-ð...!!!
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.