1.2.2007 | 20:57
Nokkurn veginn á jörðinni
Jæja þá er maður búinn að pirra sig nóg á handbolta þetta árið, fyrst þeir töpuðu fyrir rússunum í dag þá fer maður að verða spakur....ætla samt að vona að þjóðverjar vinni titilinn
Er búin að vera að redda mér bókum hingað og þangað um landið til að nota í skólanum og var fyrir nokkrum mínútum að fá þá síðustu í hendurnar en hún er á ensku og er kennd í læknisfræðinni jájá haldið að maður sé nokkuð að ná sér í menntunen hún kostaði s.s. litlar 7000 krónur get að vísu notað hana líka á næstu önn...skal nú segja ykkur það. Verið löt við að læra í dag, veit ekki afhverju bara verið löt...
Skellti mér aðeins í bæinn eftir hádegið og fjárfesti í andadúnsæng handa Marteini og sængurverasetti handa dótturinni og svo brjóstagjafapúða handa mér..ofsalega dugleg Vantar núna enn vagninn og svo hlustunartæki....það er svona aðal...Hilla sys lánar okkur Graco bílstól og kerru undir stólinn agalega sniðugt þannig að engar áhyggjur af því. Svo á kellan rimlarúm síðan Brynja var lítil eða réttara sagt held ég að mamma eigi það þannig að þegar að vaggan verður of lítil kemur rúmið allt planerað. Hélt nú reyndar að ég ætti ungbarnasæng en þá var það næsta stærð á eftir sem ég á þannig að þá er það komið líka
Hef ekki séð eiginmanninn síðan kl 8 í morgun en hann er búinn að vera að vinna og svo núna er hann að æfa eitthvað með doktor Pétri og doktor Halla sem á að syngja í afmælinu hans Pétur á laugardagskvöldið í sjallanum.....jájá eins og manni sé nú ekki boðið þangað en ætla nú ekki að fara höndla ekki að sitja mjög lengi
Lilja Hrund kom hingað í dag, frekar þreytt en átti eftir að fara að vinna í nokkra klukkutíma, en hún er nú svo dugleg enda í ættinni
Brynja er að fara á Hrafnagil með fótboltanum á laugardaginn og ætla þær að gista eina nótt, alltaf jafn gaman hjá þeim. Hugsa að ég eyði helginni í að borða og læralíst svona ljómandi vel á það elska að borða kemst bara svo lítið fyrir í einu að mér finnst ég alltaf vera að borða. En hef nú ekki þyngst núna lengi allt farið að fara í stærðina á Marteini sem by the way er á miklu hraða inni í minni stóru vömb núna jahérna Algert rassgat.
Komu hérna tveir mjög myndarlegir menn í dag (ekki samt eins myndarlegir og eiginmaðurinn) í jakkfötum og kynntu sig sem Jósep og eitthvað annað sem ég náði ekki alveg þar sem hann talaði frekar bjagað. Rétti mér svo blað og spurði hvort hann mætti koma inn og kynna mér þetta, þegar ég sá helvítis blaðið var ég snögg að afþakka og skella hurðinni á trýnið á þessum annars myndarmönnum sem reyndust vera VOTTAR JEHOVA sem ég er ekki mikil vinkona. Frekjan í þessu liði, afhverju þurfa þeir að rölta í hús og kynna sína trú, myndi ég ekki kippast til ef séra Svavar eða séra Óskar kæmu og spyrðu hvort þeir mættu kynna mér eitthvað varðandi trúna, ég get svo svarið það....hottintottar og hananú og mér er alveg sama hvað hverjum finnst mér finnst þetta
Annars er bara allt í rólegheitum núna, ég þoli ekki að vera ekki að vinna og finnst allir dagar vera verulega mikið eins, vakna, borða, ryksuga lauslega, set í þvottavél, snyrti eitthvað til, læri, horfi aðeins á tv, læri, horfi út í loftið, bora í nefið, dotta, fer á wc reglulega á milli þessa alls, geng um íbúðina eins og ég sé með tunnu í klofinu, finn til í hverju skrefi, get varla togað upp um mig brókina á settinu, allt í mínus, ein vika og þá má marteinn koma mín vegna ja kannski tvær...hlakka til þegar þetta er búið, komast í föt, ekki tjöld, mikið búin að vera spá í að gerast hluthafi í seglagerðinni Ægi, á svo bágt, hlakka til þegar ég sé tærnar á mér aftur, hlakka til þegar ég get snúið mér í einni sveiflu en ekki í einum 4 hollum, ég er HLUNKUR og ætla ekki að vera það lengi enn.....
Sjúlli kveður og hlakkar mikið til..........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að skrifa hvað þér líður illa og allt það en ég hlæ samt...þú orðar hlutina svo skemmtilega.. Erna, okkur en nokk sama þó þú náir ekki að draga upp um þig naríurnar eftir settferðir..(",)
En haltu áfram að vera fyndin.. við þessi leiðinlegu höfum þá e-ð að gera:)
Og svo er ég alveg sammála með þessa bölvuðu Votta.. þeir eru einhvernveginn svo uppáþrengjandi,,maður býr til smá rifu á hurðina fyrir kurteisisakir en þeir bara reyna að troða sér inn... Þetta vil ég ekki í mitt hús!!!
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.