22.1.2007 | 17:47
Brjálað að gera
Mikið að gera á öllum vígstöðum ójá. Eyþór kom heim kl 1:30 í nótt eftir að hafa verið um helgina í borg óttans að halda tónleika með Hymnodiu sem gengu bara vel að því að mér skilst, hef nú reyndar ekki hitt hann mikið Skólinn byrjaður hjá mér og segi nú bara úff yfir því, sýnist maður hafa alveg nóg að gera við að sinna því, 4 ritgerðir núna bara á notime, + allt hitt og svo er talvan mín hálfónýt sem flýtir ekki fyrir, hvernig var það með lottóvinninginn já og happdrætti háskólans hélt það hefði verið komin röðin að mér.
Brynja var á Húsavík á sunnudaginn að keppa á Íslandsmóti í fótbolta innanhúss og að sjálfsögðu unnu þær mótið nema hvað Fara svo í borg óttans helgina 18 feb held ég til að reyna að ná í Íslandsmeistaratitilinn...jájá ekkert að þessu.
Á meðan var móðirin heima að þykjast læra en gerði eiginlega allt annað en það. Tók mig til og bjó til heimasíðu á barnalandi handa Marteini http://ernuogeythorsbarn.barnaland.is/ ef fólk hefur áhuga á að skoða síðuna þá bara endilega sendið póst til mín eða Eyþórs og við látum ykkur hafa leyniorð. Bara lítið komið enn sem komið er en það kemur til með að bætast við þetta í rólegheitunum.
Var að koma frá Gunnari Þór hjartamanninum mínum og hann setti mig á hjartalyf til að reyna að hægja eitthvað á öllum þessum hamagangi. Mjög vægan skammt bara en vonandi nóg til að hægja á en vonandi bara ekki of mikið. Vaknaði þegar Eyþór kom heim í nótt annaðhvort við hann eða verki í bumbunni og ég var eiginlega alveg viss um að nú væri ég að fara af stað. Gekk um gólf í næstum tvo tíma með símanúmer kvennadeildar í hendinni og var við öllu búin þegar allt í einu voru engir verkir, svo ég hlunkaðist inn í rúm og sofnaði en vaknaði svo kl 7 í morgun með sömu helv...verkina og leist nú alls ekki á, en líklega en litli maðurinn að möndlast við að skorða sig eða eitthvað ja allavega er ég ekki búin að fæða og hef enga verki núna en hann sparkar alltaf upp og eru miklu minni læti.....kallinn er bara að koma sér fyrir...væri alveg sama á 36 viku þó svo að hann kæmi
Eyþór er svo hræddur um að verða úti þegar að öllu kemur, þannig að Hildur verður í startholunum, finnst nú samt ömurlegt ef hann yrði ekki heima en ætli það sé ekki líka mikilvægt að klára námið sitt allavega áður en hann fer á ellistyrk
Handboltinn byrjar kl 19 og ég fer eflaust á límingunum. Var alveg að tapa mér í gær, hvað voru mínir menn að gera eiginlega en þeir vinna bara í kvöld með hjálp guðs og góðra vætta, já ég er eiginlega farin að biðja til guðs um að þeir vinni er hrædd um að ég detti annars niður í þunglyndi hreinlega. Ef þeir tapa í kvöld eru þeir að keppa um 13-18 sæti og það vil ég ekki sjá. Varð svo stressuð í gær að ég fékk þrjú hraðsláttarköst yfir leiknum og það engin smá haha......en svona er líf handboltamannsins upp og niður eins og hjá öðrum
Vonum bara að við vinnum í kvöld...
Áfram Ísland
Sjúlli kveður við það að fara á límingunum en með hjartað í hægum takti
Flokkur: Menning og listir | Breytt 23.1.2007 kl. 11:24 | Facebook
Athugasemdir
Erna mín... í staðin fyrir að fá þessi hjartalyf ættiru kannski bara að sleppa boltanum. Guð veit að ég get ekki horft á þessi óskup,,,ég svitna bara og svitna og er alls ekki skemmtileg á meðan þessar mínútur líða.:)
Taktu mig til fyrirmyndar.. sendu kallinn á annað heimili til að horfa á leikinn og liggðu í tölvunni.,,það er nákvæmlega það sem ég er að gera núna..(",)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.