15.1.2007 | 16:56
Öflug
Títt eiginlega ekkert nýtt...enda aldrei neitt að frétta héðan úr MunkaklaustrinuKominn snjór og ætti það að gleðja einhverja, ekki mig endilega enda nenni ég helst ekki út fyrir hússins dyr nema rétt til að nálgast eitthvað til að gleðja á mér gómana
Skruppum systur á Glerártorg í morgun í frekar leiðinlegu veðri, en við erum nú sveitapíur svo ekki hafði það mikil áhrif á okkur. Keypti sængurverasett handa Marteini mínum, vaggan er komin í hús þannig að nú er þetta allt að koma, á reyndar eftir að finna vagn
Erum hjónin að hamast við að sækja um fæðingarorlof þvílík flækja að standa í því, pappírar þarna sem þarf að ná í og fara með þangað svo þessi og hinn geti skrifað á þetta, viss um að ég fæði í öllu þessu pappírsflóði
Brynja var að keppa við Valsara um helgina, gekk sæmilega miðað við að þær eru íslandsmeistarar, annar leikurinn fór 8-1 Val í vil og hinn fór 4-3 Val í vil. Eru svo að fara að keppa á einhverju innanhússmóti á Húsavík um helgina held ég ekki komið alveg á hreint, og svo bara Goðamótið eftir rúman mánuð og það er sko alltaf stemmari í kringum það mót Við Ragnhildur Sól fórum á sunnudagsmorgun að horfa á Brynju keppa og fékk sú stutta að fara á fund og hita niður með stelpunum og fannst það sko ekki leiðinlegt, og kallaði hátt og snjallt þegar Brynja skoraði " áfram Billa" var nú búin að leggja henni orð í munn hahahah
Fórum og spiluðum Trivial við Óskar og Unu á föstudagskvöldið og var það alveg hrikalega gaman og ekkert smá fyndið, Óskar og Eyþór voru saman í gengi en við Unu saman og verð ég nú að segja að við erum eiginlega miklu betri unnum samt ekki en erum betri, erum að æfa stíft fyrir næsta kvöld sem er ekki búið að ákveða en drengirnir skulu ekki fara með sigur af hólmi. Britney Spears, Desperate housewifes og fleira slíkt lá létt fyrir drengjunum og þó sérstaklega Eyþóri hahaha jájá
Get varla beðið eftir að HM byrji í handboltanum, lá hérna þvílíkt spennt yfir leikjum við Tékkland um helgina. Eru góðir strákarnir en samt ekki alveg nógu góðir eða það segir félagi Alfreð og ekki lýgur hann:) Búið að stofna félag sem heitir "í blíðu og stríðu" ibliduogstridu.is og geta allir skráð sig þar
Eyþór er að fara suður með Hymnodiu um helgina og Brynja á Húsavík þannig að ég ætla að njóta þess að vera hér ein og byrja að læra enda fyrsta sendingin að koma á föstudag og ég er svo spenntskrýtið en ég hlakka verulega til að byrja að læra ójá hélt að ég ætti nú aldrei eftir að segja þetta en svona er þetta nú samt.
Best að fara að knúsa kallinn sem datt í hús núna en er svo að fara aftur að kóræfingast.
Sjúlli kveður í toppformi og þokkalegu skapi...annaðhvort eða í þeim efnum
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ dúllan mín. Spáðu í því, getur verið ein með Tv-ið um helgina og horft á HM!!! Enginn að trufla þig..... Verð sennilega að fara að sætta mig við það að ég fái ekki að sjá þig með bumbusinn......en læt myndir nægja (í þetta sinn).
Kveðja frá Holtinu úr geggjuðum snjó og frábæru sleðafæri:)
Margrét, Fanney og Patrekur, 15.1.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.