12.1.2007 | 06:05
Pirruð og þreytt
Eitt gott við að hafa svona bloggsíðu að maður getur fengið útrás þegar maður vill og um það sem maður vill, burtséð frá því hvort einhver les það eða ekki algert aukaatriði. Núna er kl rétt að verða 6 og ég búin að vaka í skal ég ykkur segja 1 1/2 klst og geri aðrir betur. Helvítis hjartslátturinn er að gera mig hreinlega geðveika svo ekki sé meira sagt. Var að enda við að senda Alexander kvensjúkdómanum mínum meil og biðja hann að gera eitthvað í þessu, hljóta að vera til lyf eða eitthvað sem hægja á þessu, er nú samt ekki mikið fyrir lyf en núna ÓJÁ.
Erum hjónin að fara í kvöld að spila heima hjá Unu og Óskari sem verður bara gaman, er sjúk í að spila þessar vikurnar, svo er alltaf gaman að koma til þeirra skötuhjúannaBrynja er að fara í ball í Brekkuskóla þannig að gamla settið fer bara af bæ Ætlaði að fara með Hillu sys upp á Bjarg að heimsækja gömlu vinnufélagana en held ég hafi ekki orku í það allavega ekki í dag, verð að reyna að sofna eitthvað á eftir. Svo varð Solla fermingarsystir mín 35 ára 3 jan og ætlar að hafa smá kaffiveislu á laugardaginn en þá á einmitt maðurinn hennar afmæli þannig að þetta verður dobblað og ætlum við aðeins að kíkja til þeirra í fyrramálið ef heilsan leyfir ætla nú bara að sjá til er ekki að höndla þetta í augnablikinu.
Annars er lítið títt, er ekki nálægt því að vera með meðgöngueitrun en aftur á móti greindist hjá mér sýkill (Streptokokkar)sem veldur því að ég verð að vera með sýklalyf í æð alla fæðinguna svo hann smitist ekki í barnið sem er bara hið besta mál, hefði verið verra ef hann hefði ekki uppgötvast, er víst frekar algengt á Íslandi skilst mér
Eyþór litli minn er öll kvöld að vinna núna aukaæfingar fyrir Hymnodiu en er í fríi um helgina nema Sunnudag þannig að strangt til tekið er hann bara í fríi á laugardag haha......manni finnst það samt töluvert Ætla að fara að fá mér vatnssopa áður en ég skrælna hérna.
Hafið það sem allra best
Sjúlli kveður á kafi í sjálfsvorkunn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Elsku Erna mín,,þetta ætlar ekki að verða auðvelt hjá þér. En þú ert nú öflug ung stúlka og ræður alveg við þetta,, þú lætur ekki eitthvað svona smátterí buga þig,,ekki hana Ernu frænku mína.
En ekki hika við að hafa samband ef það er e-ð sem ég get gert fyrir þig,,ég er bara hérna rétt fyrir ofan þig*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 15:59
Já takk létt tásunudd væri vel þegið Ónei við látum ekki bugast en ber svona á smá pirringi á köflum:)
Ernan (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.