14.2.2008 | 21:40
Tuðhæns sögunnar
Mætti halda að mér leiddist, en svo er nú ekki aldeilis, settist niður ætlaði heldur betur að læra en hvað, tja allavega er ég ekki að því í augnablikinu. Var farin að hlakka svo til að eiga frí á mánudag eftir skólaferðina suður, átti s.s. að eiga helgarvinnufrí, en haldiði ekki að Dísa deildó hafi hringt og tjáð mér að það yrðu námskeið mánudag frá 1-4 og þriðjudag frá 2-5 og svo einn dag í mars, já það er nú ekki eins og ég hafi neitt annað við tímann að gera. Svona er þetta veit ekki einu sinni almennilega um hvað þetta námskeið er en ég elska það óvænta eins og allir sem þekkja mig vita NOT.
Eyþór henti sér á efri hæðina ásamt sr. Óskari Hafsteini og dr. Pálmi og ætluðu þeir að leika við Pétur, veit ekki hvaða leikur það er en hugsa að það hafi átt að fá sér viskí já og jafnvel eins og einn vindil með haha nei segi svona. Hafa greinilega þurft að eiga smá strákakvöld greyin.
Búin að vera dugleg í ræktinni (alveg satt Lilja) ég er byrjuð að hlaupa og hjóp í síðustu viku 4 x og samtals hljóp ég 15,2 km. Er með hlaupaáætlun frá hlaup.is og það er ekkert smá gott að hafa svona plan hvernig eigi að gera hlutina. Er ekki byrjuð að taka matarræðið í gegn ætla fyrst að koma mér vel af stað í hlaupinu og Bubbi í botni á meðan það er snilld, helst utangarðsmenn
Jæja best að fara að sofa þar sem maður hefur ekki sofið neitt brjálæðislega mikið undanfarið sökum veikinda litla barnsins míns. Brynja er farin að sofa því hún ætlar sko að vera úthvíld fyrir U-16 leikinn á morgun.
Sjúlli kveður og glennir sig í kveðjuskyni