13.2.2008 | 15:09
Útrás
Fyrir blaðrið í mér. Eins gott að það er eitthvað til sem heitir blogg, veit ekki hvernig þetta yrði annars. Ekki að það sé neitt mikið að frétta alls ekki en samt einhver þörf til að blaðra, nenni nefnilega ekki að læra en það er nú gamalt vandamál.
Alltaf jafn gaman í vinnunni minni, alltaf að kynnast nýju fólki, og eins og þær í vinnunni segja þá eru sumir sem maður fer til þannig að það er mannbætandi að fara þangað. Fór til einnar svo yndislegrar í gær að ég er enn mjög svo jákvæð eftir að hafa verið hjá henni. Hún er blind en samt svo jákvæð og klár og skemmtileg. Svona er þetta nú
Styttist í að maður fari suður, spennandi en samt kvíðir mig svolítið fyrir því. Ekki beint því að fara í skólann heldur meira því að keyra með litla orminn suður því henni finnst ekkert æðislegt í bíl en maður lætur sig hafa það.
Brynja mín er að fara suður á föstudaginn að spila úrtakslandsliðsleik með U-16 við einhverja Norsara, vonandi að þær snýti þeim bara. Þórsara þjálfarinn hennar fer með þeim og ætlar að sjá um þær, en svo er leikur í innanhúsmóti á laugardag og svo æfingarleikur á sunnudag.
Best að fara að hætta þessu hangsi og fara að gera eitthvað eins og t.d. að skoða blöðin mjög efnilegt
Sjúlli kveður bless