1.2.2008 | 23:01
Snilldar snyrtistofa
Fór í litun og plokkun í dag sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema ég ákvað að prófa nýju snyrtistofuna Lind í Hafnarstræti. Mér hefur nú alltaf fundist frekar vont að fara í þetta en jú allt fyrir fegurðina, sem reyndar er næg fyrir en alltaf getur maður nú á sig blómum bætt. HAHA
Jæja s.s. ég lagðist í stólinn eins og maður gerir, en hún byrjaði á að breiða yfir mig teppi, lét svo heita steina í sitthvora hendina og einn heitan stein undir hvora öxl. Síðan bara skellti hún á mig lit og þegar það var komið slökkti hún öll ljós og nuddaði á mér hálsinn og axlir með heitum steinum YNDISLEGT. Svo þegar liturinn var búinn að vera nógu lengi þreif hún og vaxaði og nuddaði svo augabrúnir og andlit með köldum steinum. Kom endurnærð út í snjókomuna aftur. Mæli 100% með þessu og þetta tók 20 mín. TÆR SNILLD allir á snyrtistofuna Lind og nei ég fæ engar prósentur er bara gríðarlega ánægður kúnni
Að öðru, Eyþór spurði mig fyrir svona 5 mínútum hvort ég vildi frekar horfa á Borat eða Mr and Mrs SMith og ég sagði mér væri alveg sama en heyrðist Borat eiga að verða fyrir valinu, núna sit ég í tölvunni og hlusta á hann hrjóta alveg ofsa hátt, já svona eiga kvöldin að vera
Annars er Brynja stödd á Húsavík á Samfés söngvakeppni og kemur um kl 1 í nótt. Var voða spennt í dag að fara skiljanlega, ábyggilega mikil stemning í gangi.
Ég aftur á móti á að vera að læra, náði nú að fjárfesta í tveimur bókum í dag, ein á ensku og efast ekki um að ég brilleri í því. Svo á ég eftir að kaupa eina danska og brillera ábyggilega enn meira í því. En bara gaman. Byrja að vinna á mánudag og hlakka til að fara að vinna á mínum uppáhaldsstað heimahjúkrun jibbí skippí.
Erla mágkona mín kom í morgun og var hér framundir hádegi en hún var að bregða sér í borgina, skutluðum henni út á völl um 11.30, öfundaði hana nú ekki af því að fara í flug en maður lætur sig nú svo sem hafa ýmislegt til að komast í borg Villa, nei Dags, nei Ólafs eða var það Villi. Mér fannst spaugstofan fyndin og fáránlegt ef maðurinn heldur að þetta hafi beinlínis verið persónuleg árás á sig. Hann verður að geta tekið gríni eins og aðrir. Allavega fannst mér þeir alls ekki fara yfir strikið bara fyndnir:) Hlakka til að sjá þáttinn þeirra á morgun og er viss um að hann slær áhorfsmet.
Var líka að horfa á þáttinn hans Bubba áðan og ef Bubbi er ekki flottastur veit ég ekki hver gæti hugsanlega verið það. Bara er aðdáandi nr 1 finnst þetta svo magnaður tónlistarmaður, flottur karakter og ég hreinlega bara dýrka manninn og dái. Nóg um það.
Sjúlli kveður geðveikislega sjúk í að verða borgarstjóri