Hvað var hann að derra sig

Fékk smá hláturskast þegar ég las þessa frétt. Hvað var málið með að maðurinn varð fúll yfir því að sjá konuna afla aukatekna.....Hvað var hann að gera á vændishús giftur maðurinn. Bráðfyndin frétt.

Sjúlli kveður flissandi 


mbl.is Hitti konuna í vændishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróft fjallagrasabrauð

 Ég hef verið að gera tilraunir með fjallagrasabrauð en aldrei verið ánægður með útkomuna.  Uppskriftin er í þróun.  Þetta gerði ég í dag og það bragðast bara ágætlega

Eyþór

Gróft fjallagrasabrauð 

4 dl mjólk

1 egg

1 msk olía

3 dl gróft spelt eða heilhveiti

5 dl fínt spelt eða hveiti

1 msk agave síróp eða hrásykur

1 msk þurrger

2 lúkur þurr fjallagrös

 

Leggja fjallagrösin í mjólkina og láta þau sjóða í 5 mínútur.  Mjólkin kæld þar til volgt.  Sett í skál ásamt eggi, olíu og sírópi.  Þurrefnum bætt við.

 

Venjulegt kerfi í brauðvél.


Bananahnetukanilrúllubrauð

Hjörleifur Hjálmarsson, kennari með meiru, er mikill snillingur.  Þessum góða vini mínum er marg til lista lagt.  Fyrir utan hvað er helvíti skemmtilegur, þá er hann góður bleikjuveiðimaður, söngvari og brauðgerðarmaður.

Hann sendi mér frábæra brauðbók á tölvutæku formi og nú hef ég verið að gera tilraunir og mun eflaust halda áfram að dæla uppskriftum hingað.

Þetta brauð er æðislegt!

 

Brauðið:

2 egg

2 msk  mjólk

1 stór og þroskaður banani, skorinn í 2-3 cm bita

1 ½ msk smjör

1 ½ msk hrásykur (ég nota Agave sýróp)

1 ½ tsk salt

7-8 dl hveiti

2 ¼ tsk þurrger

 

Smurningin:

1 ½ msk mjúkt smjör

3 msk púðursykur

¾ msk kanill

3 msk saxaðar pistasíur eða valhnetur

 

Brauðefni blandað saman hnoðað eftir kúnsarinnar reglum. Það síðan flatt út í hveiti á borði niður í ca 1 cm þykkt.  Smyrjið mjúku smjörinu á deigið. Blandið púðursykri, kanil og hnetum saman og stráið því yfir smjörið.  Rúllið svo deiginu upp og klemmið enda vel saman.  Látið standa undir handklæði í klukkutíma á heitum stað.

 

Bakið í 30-45 mínútur við 170°

Æðislegt volgt með smjöri

brauð

 Á myndinni er einnig svartbrauð, hér kemur uppskriftin:

Evrópskt svartbrauð 

2 dl vatn

1 tsk cider edik (eða annað ljóst edik)

3 ½ dl hveiti

1 ½ dl rúgmjöl

Tæpur dl. Haframjöl

1 msk smjör eða olía

1 ½ msk hrásykur eða agave síróp

1 tsk salt

1 tsk kúmen (einnig má nota fræblöndur og þá í meira mæli)

1 tsk steiktur laukur eða smá laukduft

2 msk ósætt kakóduft

1 tsk þurrger

 

Henda öllu í brauðvélina, vökvinn fyrst og gerið síðast.  Setja á venjulegt bökunarkerfi

 


Bloggfærslur 10. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband