28.9.2007 | 15:05
FREUD fretur
Pirruð, pirruð og endalaust pirruð. Er bara ekki að höndla sálfræðiverkefnið núna bara engan veginn þetta snýst allt í hausnumá mér og ég skil ekki neitt, einn af þessum dögum. Brynja kom með sleikipinna handa mömmunni til að reyna að mýkja hana í skapvonskunni þannig að núna er ég skapvond og kinnfiskasogin eftir að sjúga sleikjóinn.
Verð mjög ill þegar illa gengur en það gengur yfir, er líka svo hrikalega þreytt eitthvað og þá næ ég enn síður einhverju samhengi. Gæti leitað á náðir Pétur sálfræðings sem býr hér fyrir ofan mig tja það væri það:)
Eyþór skrapp á örstuttan fund upp í Glerárkirkju sem reyndar er núna orðinn að 2 tíma fundi skal segja ykkur það en svona vill þetta nú oft verða. Ekkert að kvarta undan þér kallinn minn bara smá að PIRRAST haha
6 október er dagurinn okkar Brynju en þá ætlar Eyþór að vera alveg í fríi og við að fara í ljós og á kaffihús og í bíó og eitthvað svona mæðgnastúss höfum ekki getað það síðan Katla fæddist en nú eigum við það skilið kjellurnar. Lit og plokk og eitthvað svona skemmtilegt.
Sláturgerð á morgun ja er komin með nettan hnút í magann en Una er líklega í þessum skrifuðu orðum að rogast með 10 slátur heim til sín, ætlum samt að mauka þetta hér þar sem okkar eldhús er ögn stærra en þeirra, verður byrjað kl 10 í fyrramálið stundvíslega takk fyrir og góðan dag, maður er nú ekki alinn upp í sveit fyrir ekki neitt. Get æft mig í LOL á meðan á sláturgerð stendur rifjað upp eitthvað um blóðið og svona múhahhaaha
Katla sefur úti núna eitthvað ergelsi í henni búið að vera og svaf frekar lítið í morgun en mamman náði nú að treina það töluvert og las sálfræði af miklum móð á meðan.
Ofsalega fallegt veður og 14 stiga hiti. Langar nú smá út en ég ætla ekki að láta það eftir mér onei skal draugast til að læra. Get reyndar lært mikið í næstu viku þar sem Eyþór verður meira og minna í fríi þar sem aðstoðarorganistinn er að koma beina leið frá Köben þannig að hann þarf bara að vera með stúlknakórsæfingar sem eru 2 þá vikuna, en líklega verður Óskar Pé hér meira og minna að æfa þar sem fer að styttast í tónleikana þeirra.
Hef ekkert að segja varð bara aðeins að leiða hugann frá sálinni og hvar er betra að detta niður en í bloggheimum þar sem maður getur röflað eins og mann lystir og eins mikið og mann lystir. Já lífið er ljúft.
Sjúlli kveður dauðleiður á Freud......og öllu sem endar á fræði