15.9.2007 | 21:06
Dauðinn kemur alltaf við mann
Í dag var gömul skólasystir mín borin til grafar 38 ára að aldri og lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum 5-18 ára er lífið sanngjarnt ekki finnst mér það. Setningin "þeir deyja ungir sem guðirnir elska" finnst mér bara alls ekki eiga við jú eflaust elskar guð þá en hann elskar alla ekki satt. Fyndist hann mega aðeins slaka á þá í að elska allt þetta unga fólk því það deyr allt of mikið af fólki langt um aldur fram.
En þetta hefur setið svolítið í mér eftir að ég frétti að hún væri látin og ég hef mikið hugsað um hversu fljótt allt getur breyst. Maður getur aldrei verið viss um það að vakna á morgun eða að lífið verði á morgun eins og það var í dag. Þetta er allt spurning um hver sé næstur og það getur alveg eins verið ég eða þú sem lest þetta. Ef ég á að segja eins og er þá er ég pínu hrædd við dauðann bæði vegna mín og eins vegna þeirra sem eftir verða. KAnnski vegna þess að ég veit ekki hvað bíður mín þarna hinumegin og svo vil ég ekki láta fólk verið sorgbitið vegna mín. Söknuður er alltaf sár og sérstaklega fyrir lítil börn sem fá aldrei að sjá mömmu sína aftur. Vá hvað lífið er ósanngjarnt.
Blessuð sé minning Helgu Línu
Sjúlli kveður með tárin í augunum