Matur, rakettur........

Ætla að blogga hrattBlush 

Pabbi kom í gær með ber sem ég skellti í umbúðir og í kistuna, var búin að búa til sultu þannig að nú á ég helling af berjum í súpu.

Fórum í matarboðið hjá hinni heilögu þrenningu Eyþóri, Pétri og Óskari. Voru þeir búnir að fara og týna fjallgrös í brauðið og sveppina í sósuna og ég veit ekki hvað og hvað. Forrétturinn var grillaður humar með heimabökuðu brauði, og salati.  Aðalrétturinn var hreindýr með furuhnetusósu, salat, kartöflur, ananast og avókadó. Eftirréttur voru Brownies með valhnetum og þeyttur rjómi. Allt svona flott skreytt og borðið svona flott og þeir bara flottir:) Þetta var fínt, við Katla fórum reyndar heim um hálf níu en þá var eftirrétturinn eftir en þar sem Eyþór hafði séð um að baka hann var ég svo sem búin að laumast til að smakka þær. En frábært kvöld í frábærum félagsskap og með frábærum mat s.s. Niðurstaða FRÁBÆRT

Ekkert svo sem annað að segja. HAta flugelda. Einu sinni voru þeir alltaf bara á áramótum nú má enginn liggur við eiga afmæli án þess að flugeldar komi við sögu. Það er verið að sprengja um versló, á Akureyrarvöku, við opnum nýs banka, liggur við ef einhver merkilegur maður skítur þá eru flugeldar sprengdir. Afhverju þarf að ofgera öllum skemmtilegum hefðum. Vil sjá þetta á gamlárskvöld og þrettánda........

Farin var ekkert rosalega fljót að blogga

Sjúlli kveður með rakettu í rassgatinu ekki gott 


Bloggfærslur 26. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband