13.8.2007 | 23:32
Fæðingarorlof
Vá ég fór allt í einu að hugsa, geri það nú ekki mjög oft þannig að það telst fréttnæmt fyrst svo er...en já ég fór að hugsa og það eru ekki nema 4 mánuðir þar til ég fer að vinna frá litla krílinu mínu. Finnst þetta hræðilegt er enn ekki byrjuð að njóta þess að vera í fæðingarorlofi kannski svona næstu vikur sem maður fer virkilega að njóta þess. Katla búin að vera lasin alveg þangað til eiginlega núna. Finnst að það eigi að gera konum kleift að vera heim í 2 ár án gríns.
Held að þroskalega hafi börn í raun ekkert að gera á leikskóla fyrr en 2 ára. Þau vita ekki hvað er almennilega um að vera fyrr og ættu að fá að njóta þeirra forréttinda að eyða þessum 2 fyrstu æviárum í faðmi foreldra sinna.
Finnst það flott eins og það er í Þýskalandi finnst ekki allt flott þar en þar er konum sko gert kleift að vera heima og með fínasta kaup þar að auki ekki einhver skít og kanil eins og hér ja nema þú hafir verið í hálauna vinnu þá er það svo sem allt í lagi.
Ef ég væri á þingi myndi ég byrja á því að berjast fyrir þessu........fæ alveg illt í skrokkinn að hugsa um að ég þurfi að fara frá henni, ekki það að pabbi hennar verður í jan og feb í fæðingarorlofi og eftir það ætla ég að reyna að komast annaðhvort á kvöldvaktir á Hliið eða í heimahjúkrun þannig að við þurfum ekki að setja hana á leikskóla fyrr en á öðru ári. En mér finnst samt hræðilegt að þetta fæðingarorlof er að verða búið og ég enn ekki farin að fíla mig í því.
Best að fara að kúra sig hjá litla orminum sínum
Sjúlli kveður ekki sáttur
13.8.2007 | 00:06
Hjólhýsi, tjaldvagnar, húsbílar hvað er málið
Vorum að koma úr ágætis ferð í Sauðhúsaskóg í Borgarfirði þar sem tengdó voru með bústað. Fallegur staður og mikið hægt að gera þarna, en bústaðurinn frekar lítill en eins og sagt er "þröngt mega sáttir sitja" og var það nú einmitt þannig. Fengum mikið og gott að borða og þetta var bara frábært í alla staði.
Þvílík umferð bæði á suðurleið og norðurleið. Hef heldur sjaldan eða aldrei séð eins mikið af húsum á ferðinni hangandi aftan í bílum. Hvað er eiginlega málið. Hvað varð um gömlu góðu útileguna. Hvað varð um að lemja niður hæla og skríða algallaður niður í svefnpoka og vakna með smá hor í nebbanum og rauð eyru. Núna keyrir fólk á risajeppanum sínum með risahúsið aftan í, er þetta ekki að verða heldur ýkt dæmi, ég veit ekki ég hef aldrei verið í þessum pakka en einhvern veginn heillar þetta mig alls ekki. Það var svolítið um að það mynduðust bílaraðir og kannski 20 bílar í röð og pottþétt að af þeim voru 15 jeppar ef ekki meira og með svona lafandi í rassinum. Maður varla sá þetta fyrir 2 árum síðan. Svo komum við á Blönduós og fórum á Pottinn og Pönnuna og ætluðum aldrei að koma litla Passat með engu húsi fyrir á planinu því það var búið að setja svo mörg bílahús á planið að þar var eiginlega komið hálfgert bílaþorp.
Já svona er nú bara Ísland í dag en mér þykir þetta nú samt alveg ótrúlegt. Sök sér með tjaldvagna en hitt tvennt..jahérna og hér. En líklega er ég bara svona hrikalega gamaldags....ekki að ég er ekkert ofsalega mikið fyrir útilegur svona almennt:)
En nóg um þetta raus. Helgin var fín, mikið etið, skal reyndar viðurkenna að ég svaf lítið og var það ofsalega litlu rúmi að kenna með vondum dýnum en þegar maður á orðið hrikalega góðar dýnur og kodda og kaffivél þá eiginlega þyrfti maður að taka allt þetta með sér í ferðalagið. Maður er orðinn of góðu vanur og svo skammast maður út í þá sem eru góðu vanir í tjaldbúskapnum já maður er skrýtinn
Best að fara að sofa klukkan komin langt fram yfir minn normal háttatíma þannig að það er best að skammast í bælið
Sjúlli kveður tjaldlaus og allslaus