Arnkötludalsvegur

Frábært að nú skuli vera hafin vegagerð um Arnkötludal.  Svæðið þekki ég vel, Tröllatunguheiði, sem er núverandi fjallvegur á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar, er stórkostleg heiði, ekta íslensk heiði með stöðuvötnum og heiðalandslagi.  Vegurinn þar heillar mig, en er ekki skemmtilegur ef maður þarf að flýta sér á milli staða.  Einnig er heiðin lokuð á veturna.  Nýja leiðin mun eflaust efla samskipti Reykhólasveitar og Dalabyggðar við Strandamenn.  Einnig er þetta mikil samgöngubót.

Eyþór 


mbl.is Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband