12.5.2007 | 08:57
Barnaníðingsógeð
Var að lesa fréttablaðið í morgun og borða mitt eðal cherios þegar ég kem að frétt um mann á fimmtugsaldri sem dæmdur hafði verið í 6 mánaða fangelsi fyrir að eiga í vörslum sínum barnaklám á 7 þúsund ljósmyndir og á 2 hundrað hreyfimynda og mikið af þessu voru myndir af REIFABÖRNUM. Afhverju er svona erfitt að breyta lögunum sem snúa að kynferðisglæpum. Það er ekki stórmál að breyta lögum um laun í fæðingarorlofi eins og gert var ekki alls fyrir löngu sem var frábært en afhverju er þessi málaflokkur ekki tekinn fyrir.....ég meina það mig langar að gráta. Þetta er verri glæpur en morð og 6 mánuðir er bara fáránlegt...fyrir manndráp hér á landi er allt upp í 16 ár.....svona 6 mánuðir ég er ekki að ná þessu. Ég myndi drepa hvern þann sem gerði einhverjum nátengdum mér svona. Ég myndi kannski fá 8 ára dóm sitja inni 4 ár já það væri þessi virði....enn og aftur mig langar að gráta
Það er kalt hér í dag, hvasst og skítakuldi. En er að hugsa um að fara í sturtu og kjósa svo..líður eins og ógeði eftir að hafa lesið þessa frétt.....
Setjum X við V það er eina vitið
Svona í lokin þá bara vil ég hæla Jóhannesi í Bónus fyrir að vera maður sem þorir, góð auglýsing hjá honum ef ég myndi kjósa D- listann myndi ég strika yfir alla bara....hálfgerðir lubbar upp til hópa, svona til að vera viss. Jóhannes þú ert maður með viti kannski sá eini húrra fyrir pylsugerðarmanninum eða húrra fyrir Jóhannesi......þú ert snillingur
Sjúlli kveður með kökkinn í hálsinum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)