26.4.2007 | 18:52
Sorgmæddur í dag
Eitt af því besta við stúlknakórinn minn er sú staðreynd að þar eru stelpur með skoðanir, þær eru samansafn mannelskandi persóna og eru eldheitar þegar kemur að ýmsum mannréttindamálum. Eftir skammarleg skilaboð hempuklæddra í gær þarf ég að horfast í augu við þá staðreynd að ég missi stelpur úr kórnum, því þær ætla að segja sig úr þjóðkirkjunni og þeim finnst þær eigi ekki að syngja í kór innan hennar.
Miklar og heitar umræður urðu á kóræfingu í dag. Spurningar sem komu upp hjá stelpunum:
Eru allir jafnir frammi fyrir Guði?
Við hvað eru prestar hræddir?
Hvernig geta prestar barist fyrir réttindum sumra en staðið í vegi fyrir eðlilegum mannréttindum?
Ég gat ekki svarað þessum spurningum.
Ég gat ekki svarað þessum spurningum og mér þykir sorglegt að kirkjan mín skuli senda þessi skilaboð út í samfélagið.
Ég er í dag ekki eins stoltur af því að vinna fyrir þjóðkirkjuna eins og ég hef áður verið, en ég segi við Sr. Óskar, Bjarna og þá hina sem þora: Haldið áfram, kynslóðirnar sem erfa munu landið verða ykkur ævinlega þakklátar ef þið gefist ekki upp.
Eyþór