Fyrsta brosið

Katla litla hélt upp á sumarið og um leið 4 vikna afmælið með að brosa alveg út að eyrum. Hún hafði verið að glotta út í annað undanfarna daga, en áðan marg brosti hún og það tísti svo fallega í henni. Hún var auðvitað dásamlega falleg og bræddi annars skapvondan pabba sinn með brosinu. Er ekki undarlegt hversu mikil áhrif krílin hafa á mann, aðra stundina er maður í vondu skapi og við það eitt að dóttirin brosi framan í mann er maður farinn að gráta gleðitárum

Eyþór


Bloggfærslur 19. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband