opið blogg

Held mér hafi tekist núna að opna fyrir bloggið hennar litlunnar okkar á barnalandi. Ætti að vera opið núna en ef ekki verðið þið bara að henda á okkur mail og láta okkur vita:)

Allt fínt að frétta, rólegheit bara, sitjum hérna fjölskyldan og horfum á dramaþætti í sjónvarpinu, húsbóndinn nýbúinn að ganga frá tveimur vélum af þvotti á meðan ég lét prinsessuna éta á mér júllurnar er ofsa dugleg við það búin að vera í dag:) Sem betur fer því þá fer gulan fyrr.

Gunný og co komu við hér í dag á leið til Rvík og Búðardals, kemur svo hluti af þeim aftur um helgina þegar verður skírt.

Búin að vera með þvílíkasta hausverkinn í dag, þoli ekki hausverk ekki fengið hausverk síðan ég varð ólétt en kemur núna aftur gleðilegt. Langar að fara út og fá lit í vangana, leið á að líta úr eins og vampíra föl og aumingjaleg.

Nenni ekki að segja neitt meira enda ekkert að segja, andi röflsins ekki yfir mér.

Lilla amma er 80 ára í dag hipp hipp húrra fyrir henni allir saman nú, spræk konan.

Sjúlli kveður andlaus


Bloggfærslur 28. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband