Þrif *hrollur*

Hvað er leiðinlegra en að þrífa........my gad held það sé ekki neitt. Þegar ég var lítil ólst ég upp við að föstudagar væru þrifdagar, öllu rústað og þrifið og skúrað, fannst þetta alltaf ömurlegt, að þurfa að taka til í herberginu mínu...hræðilegt. Svo hef ég tekið þennan skemmtilega sið með mér þegar ég fór sjálf að búa að þrífa á föstudögum......núna er það orðið svo að mig langar ekki að vakna á föstudögum af því að það er þrifdagur....vildi ég hefði butler í minni þjónustu til að þrífa.......

En þar sem mér er mjög illa við skít þá verður þetta að gerast og sem betur fer þá er alveg heil vika í næstu þrif....sem ég kem varla til með að gera því ég nánast skreið hér um gólfið með bumbuna ja eiginlega skúraði ég með bumbunni á köflum, var frekar sorglegt að sjá...en húrra að þrifin eru búin á þessum föstudegi....................

Ætla næst að þrífa skítugan þvott......mér líður eins og Öskubusku.

Þar til næst

Sjúlli kveður á leið í öskustónna...W00t


Bloggfærslur 9. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband