8.2.2007 | 09:31
Frost er úti
Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð eða hvað....allavega ógeðslega kalt, frýs kannski ekki í æðunum en hvað veit maður svosem... Er að læra og gengur svona ljómandi ekki neitt og þá leitar maður á náðir bloggsins til að geta fengið útrás fyrir bullið í sér, ekki það að ég bulla mjög sjaldan bara eiginlega aldrei
Ætla að hafa mig út í þennan mikla kulda á eftir og kíkja á hana Sollu vinkonu mína.....athuga hvernig familian hafi það en þar er RS vírusinn hinn skemmtilegi búinn að vera á sveimi og litla Agla verið á sjúkrahúsi í einhverja daga. Erfiðasta sem ég held að ég gæti lent í og það er að vera með nokkurra mánaða barnið mitt á sjúkrahúsi mikið veikt....mægad.
Fórum hjúin í fyrradag og fjárfestum í kommóðu handa Marteini og Eyþór var svo heillengi í gær að setja hana saman, og raða í hana fötum og dóti. Gaman að því, þannig að nú eigum við eftir að nálgast einhvern vagn en höfum nú ekkert reynt af neinu ráði. Kemur að því.
Dreymdi draum í fyrrinótt og hann var á þá leið að ég var að fæða og ég fæddi 3 drengi, einn var 4 merkur, einn var 10 merkur og einn 16 merkur, hvað merkir þetta, kannski geng ég með strák s.s. Martein, eða ég eignast 3.....það væri nú fyndið..........Fæðingin gekk hratt fyrir sig man ég....held þetta sé fyrir góðu bara, sá aldrei neitt blóð eða neitt...... Stundum er fólk skrýtið en ég er það eiginlega alltaf...
Farin að kvíða því að kallinn fari út, get ekki hugsað þá hugsun til enda að hann sé ekki viðstaddur, en þetta verður víst að gerast, og Hilla systir verður í startholunum og bjargar málunum ef hann verður ekki heima, já og svo að ógleymdri Brynju Dögg sem ætlar að taka þátt í partýinu, fyndið Hildur tók eiginlega á móti Brynju og klippti á naflastrenginn og svona og svo núna verða þær kannski saman í því að taka á móti þessu kríli...jahérna og allt það. Vildi ég sæi svona fram í tímann þannig að þetta væri bara pottþétt, fúlt ef að hann væri rétt farinn í loftið til Sweden þegar ég færi af stað, hringdi svo í hann rétt þegar hann væri lentur og segði honum að hann væri búinn að eignast þrjá drengi....haha væri svo búin að skíra og allt bara þegar hann kæmi heim og málið dautt.
Er að dunda mér að gramsast á netinu að leita mér að fartölvu, langar svakalega í svona litla pjöllufartölvu eins og Vala Matt var alltaf með í TV hægt að fá þær bleikar og hvítar, yrði ekkert smá beib með bleika fartölvu sitjandi með barnavagn niður á Bláu könnunni...jeddúda sé mig alveg í anda... sólgleraugu fyrir öllu andlitinu og agalegt beib....með bótox í öllum hrukkum og alveg eins og Hollostjarna....*fliss* jamm er geðveik en hver er það ekki
Langar að borða en hef ekki lyst, merkilegt ÉG HVALURINN hef ekki lyst, og málið er hvað, ég sem er búin að borða eins og ég sé með hundrað börn í vömbinni en svo núna bara nei takk ómöglega, ekki það að þetta mátti nú alveg taka enda, samt vantar mig töluvert upp á að þyngjast eins mikið og þegar ég gekk með Brynju en þá þyngdist ég um 25 kg var að vísu varla neitt neitt þegar ég varð ólétt.....lífið er unaðslegt, finnst þetta svo fínt.........þegár ég verð búin að eiga slettist þetta af mér eins og ekkert sé Alltsvo ef ég verð dugleg.....
Jæja ætla að fara að yla bílkvikindið áður en ég fer út, vil ekki frjósa, gæti farið að sleikja staura eins og Ragnhildur Sól litla frænka mín gerði um daginn, ákvað í leikskólanum að bragða á ljósastaur í 15 stiga frosti og hún festist haha ljótt að hlægja að þessu en held að allir þurfi að prófa þetta á vissum aldri, en litli harðjaxlinn reif sig lausa og skildi hálfa tunguna eftir eða smá hluta af henni allavegaBara snillingur
Sjúlli kveður á leið að sleikja ljósastaura