Minning um Jóa

Í dag held ég orgeltónleika með allskyns lögum á efnisskránni.  Þetta eru óskalagatónleikar og mun ég spila allt frá diskói til barokktónlistar.  Eitt lagið valdi ég sjálfur, það er gamla góða Stairway to heaven, en það spila ég í minningu míns gamla, góða vinar, Jóa á Kleifum, en í gær voru 20 ár síðan þessi magnaði rokkáhugamaður dó, aðeins 14 ára gamall. 

Ég rifjaði dauða hans upp í gær, en hann var svolítið dularfullur og í raun kom aldrei nein skýring á því hvað gerðist.  Hann dó á heimavistinni sem við vorum á.  Ekki var til neitt sem heitir áfallahjálp á þessum tíma og ég veit að margir vina hans áttu mjög erfitt í langan tíma á eftir og sumir hafa eflaust ekki enn talað um málið.  Krakkarnir voru bara sendir heim, komu svo í skólann viku seinna og í raun ekkert meira gert.  Herbergið sem hann dó í var læst og þorði maður varla að labba fram hjá því mánuðum saman eftir það.  Dauði Jóa var aldrei ræddur nema í fárra manna hópi inni á herbergi á kvöldin.

Ég er ekki að segja að skólayfirvöld hefðu átt að standa öðruvísi að málum, ég held að á þessum tíma hafi í raun áfallahjálp ekki verið til.  A.m.k. held ég að það hafi ekki komið krafa um hana frá foreldrum. 

Farinn að æfa lagið hans Jóa


Bloggfærslur 17. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband