Ferming á næsta leyti...

Hef reynt eftir megni að reyna að gleyma því að dóttirin á víst að fara að fermast í maí en nú er bara svo komið að ég get ekki gleymt því lengur þar sem það þarf víst að fara að undirbúa eitthvað...

Var að tala við Sigupál áðan og við erum nokkuð sammála um hlutina bara, ekki það að Brynja ræður þessu algerlega en þau feðgin voru að gera lista yfir hans fólk og Kristínar sem á að bjóða og er það um 30 manns, verður frekar pent í sniðum bara held ég kannski allt í allt 60 manns.....vel sloppið það miðað við að fjórar familiur standa að henni.

Búin að redda sal, þurfti að gera það í ágúst en veislan verður í Víðilundi í salnum þar, ágætis salur og krakkarnir geta hlaupið út í garð og leikið sér ef veður verður gott, ferming s.s. 27 maí hvítasunnudag. Marteinn verður um 2 mánaða gamall stubburinn jájá, bara næs....

Er að bíða eftir að hún komi en hún var s.s. á króknum og er á leiðinni með rútu svolítið seint en það er nú ekki eins og hún sé eitthvað smábarn krakkinnGasp Eyþór er að spila í stuðmessu með afrísku þema og hlakkaði mikið til þegar hann var að fara...ég nennti ekki að fara og sitja á þessum yndislegu bekkjum í kirkjunni...ónei fór að læra, ójá og lærði ekkert mikið en smá samtKissing

Lagðist í heitt bað áðan þegar Eyþór fór og lá lengi, verð að fara að hætta að gera þetta þegar ég er ein heima, ætlaði aldrei að komast upp úr....var eins og belja á fjórum fótum að krafsa mér upp úr, en mikið djéskoti er það samt gott alltsvo að fara í bað....vonast líka alltaf til að þetta ýti nú á Teina minn að fara að skreiðast út, er orðinn alveg nógu stór til að fara að komaKissing

Búin hjúin að kaupa vagn handa blessuðum bumbubúanum, reyndar bara svona svefnkerra en vildum það heldur en einhvern hlunka vagn, enda engin þörf á heilum vagni með burðarrúmi og öllu þegar kallinn á svona flottan dúnkerrupoka sem móðan hans gaf honum, og svo er hvort sem er sumarið að koma og vorið og allt það þannig að:) Er rosalega flottur og fáum hann á fimmtudaginn úr borg bleytunnarTounge

Þannig að þá eigum við bara eftir að redda okkur barnapíu og hókuspokusstól sem við notum nottlega ekki strax en gott að eiga, okkur langar báðum í svona gamaldags hokuspokus ekkert smá krúttlegirHalo

Jæja ætli sé ekki best að fara að setja tærnar í sokka og bruna af stað að athuga með barnið og kannski að fá sér ís í leiðinni já eða jafnvel bragðaref, ekki ónýtt það...

Heilsist ykkur ævinlega hreint

Sjúlli kveður á fjórum fótum


Bloggfærslur 11. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband