Tja jólin koma og svona

Fórum snemma í morgun mæðgur í ljósatíma, drápum aumingja afgreiðslukonuna næstum úr hræðslu, nei ekki vegna þess hversu úldnar við vorum haha komum henni svona algjörlega að óvörum LoL Brunuðum svo með Brynju í skólann en hún var að fara í próf, svo fórum við á völlinn að sækja Rakel en hún (ótrúlegt en satt) var veðurteppt þar í nótt. En s.s. hun er komin hingað núna:)

Fékk síðustu einkunnina í morgun damn I am happy, nokkuð sátt við útkomuna, náði allavega öllu og það var takmarkið s.s. 9 - 9 - 8 - 5 Crying Kúltíverað bara. 

Hef lítið að segja, var að setja Kötluling út, Eyþór er að taka til í herberginu hennar Rakelar og ég hangi í tölvunni lífið er ljúft. Bakaði bara eina tegund af smákökum í gær en það tekur nú alveg tíma sinn að baka þá tegund, lakkrístoppa en þeir lukkuðust prýðilega gerði alveg tvöfaldan skammt, ætla svo að baka spesíur í dag og kannski sörur:)

Hef alltaf gert blúndur og akrakossa en það borðar enginn smákökur hér nema ég eiginlega, jú stelpurnar svona detta stundum í þetta en ég held samt ég sleppi þessu í ár, ætla að prófa að baka spesíurnar með Xylitol til að karlinn geti borðað þær líka Gasp

Sjúlli kveður brúnn og sætur (að eigin áliti allavega)


Bloggfærslur 18. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband