10.12.2007 | 22:10
Huggulegt:)
Sitjum hérna við kertaljós og jólatónlist við Brynja Dögg, hún að búa til jólakort og ég að finna heimilisföng þeirra sem ég sendi jólakort. Fæ jólakortin á morgun og ætla þá að hendast í að skrifa utan á umslögin og setja í póst:) Gaman að þessu.
Fórum við mæðgurnar þrjár í dag á Glerártorg og hittum þar mömmu, Hildi og sólirnar tvær og fengum okkur kaffi með þeim og spjölluðum. Hitti gamla deildarstjórann minn frá Húsavík hana Soffíu alger snillingur sú manneskja og gaman að hitta hana. Gat klárað af tvær jólagjafir gaman að því.
Lá við að ég færi að gráta í morgun þegar ég opnaði WebCt og sá að ég var búin að fá einkunn úr Sálfræðinni, hjartað fór á 100 og ég ætlaði aldrei að þora að kíkja þar sem ég var alveg viss um að ég hefði fallið. En hvað haldið þið ég stóð og það með alveg ágætis glans fékk 8 *mont*, jahérna hefði aldrei trúað þessu. Er enn að jafna mig. Hlakka til að fá úr Lífeðlisfræðinni hlýt að hafa þá fallið í henni þar sem ég var eiginlega viss um að hafa staðið hana
Best að hætta og spjalla smá við kallinn.
Sjúlli kveður gríðarlega kátur