Lærdómur

Ég ætla að vorkenna sjálfri mér aðeins hér bara verð að gera það svona aðeins til að létta á mérDevil Mig vantar svo svona eins og 10 klst í sólarhringinn án gríns. Ég hef ekki tíma til að gera allt sem ég þarf að gera, var í raun búin að gleyma hvað það er mikil vinna að vera með kríli kannski afþví að maður hafði svo mikla aðstoð þegar Brynja var kríli, gat eiginlega gert allt sem ég vildi var með mömmu og pabba á efri hæðinni og svo hin amma og afi í húsinu á móti lá við. Ég hef engan tíma til að læra, þegar ég er loksins búin að telja mér trú um að ég hafi tíma og sest niður þá les ég kannski í 1/2 - klst og er rétt að komast í gírinn þá vaknar stubbur og ég læri ekki mikið með hana ekki ef ég ætla að ná að einbeita mér. Svo hef ég ekki getað hreyft mig í nokkra daga og það kemur niður á skrokknum á mér og ástæðan fyrir hreyfingarleysi er að Brynja er á kafi í skóla, og svo félagsstarfi og fótbolta og séest hérna kannski yfir daginn í einn klukkutíma, Eyþór sést hér bara alls ekki. Nóg um þetta það reddast alltaf.

Fórum til Húsavíkur í gærmorgun og hittum pabba og vorum þar að spjalla til um hálf fimm en þá var haldið í afmæli til Viðar þar sem boðið var upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Rækjuforréttur, lambalæri og kjúklingaréttur og svo kökur á eftir *slurp* Brunuðu svo heim um 8 leytið og vorum komin um 9 alltaf gott að koma heim og var þó Katla fegnust af okkur því hún var orðin svo yfir sig þreytt að hún eiginlega grét rúmlega helminginn af leiðinn en stóra systir bjargaði málunum að mestu.

Svo í dag á hún Hildur sys afmæli og varð hún 38 ára en það eru akkúrat 3 ár og 4 dagar á milli okkar systra. Við fórum og fjárfestum í afmælisgjöf og fengum franska súkkulaðitertu með rjóma og kaffi. Stórfínt og frænkur mínar voru í stuði. Ragnhildur Sól ætlar svo að koma til mín á morgun þegar Katla er vöknuð og hún sjálf búin á leikskólanum og við ætlum að mála piparkökur en það er gríðarlega mikið sport, ágætt að gera það núna og jafnvel aftur í des taka smá forskot á sælunaHalo

Eyþór er fyrir sunnan fór í dag og var með tónleika í kvöld sem mér skildist að hefðu verið vel sóttir, var að vísu mjög illa stemmdur í sykri alltof hár sem líklega kemur vegna óreglulegs svefns undanfarið og mikils álags og streitu. Svona er að vera með sykursýki gott fólk svo er maður að kvarta. Svo er hann með tvo fyrirlestra s..s einn á morgun og annan á þriðjudaginn fyrir nemendur í Tónskóla þjóðkirkjunnar, svo kemur hann heim og fer þá eiginlega beint í að æfa fyrir tónleika sem hann og Óskar Pé verða með á fimmtudagskvöldið og svo reyndar á hann frí um helgina en hann ætlar að reyna þá að komast eins og einn dag í rjúpur sem er að hans sögn svona afslöppun...hvað kallast svona vinnufíkn eða...  Gott allavega að hann nennir að vinna en mætti samt vera minna og jafnaraErrm

Ég er orðin verulega þreytt, náði að klárra að skila af mér sálfræðiverkefni sem var mjög erfitt og ég vona bara að ég fái eitthvað annað í einkunn en 0. Fékk fyrir sálfræðiverkefni í dag sem mér fannst erfitt líka reyndar og fékk hærra en ég bjóst við fyrir það.

Svo liggur fyrir próf í Upplýsinga og tölvutækni og annað í Lol þannig að það er enn nóg eftir. Púff ætla að reyna að taka UTN prófið þegar Eyþór kemur heim var aldrei tími fyrir það í þessari stuttu heimsókn sem hann var í núna en næ því vonandi ámiðvikudag. Og svo stefni ég á Lol prófið um helgina. Skal - get og vil og ætla eða eitthvað á þá leiðina.

Best að fara að sofa því ekki hefur verið meira um svefn en ca 4 tíma síðustu tvær nætur stubbur verið mjög ergileg og tönnslur vonandi að koma niður að ofan, gæti farið að þiggja 4 tíma í heilu lagi en ekki hálftíma og hálftíma.

Best að hætt að kvarta og kveina yfir því sem maður valdi sér sjálfur og ég er mjög glöð með en getur verið erfitt um leið..

Sjúlli kveður bjartsýnn þetta reddastWizard


Bloggfærslur 4. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband