27.11.2007 | 20:39
Einhent, svefnlaus og sljó
Svaf lítið sem ekkert síðustu nótt þar sem Katla var mjög pirruð. Afhverju fæðast ekki börn bara með tennur eða þá að maður geti stjórnað hvenær þau fá þær. Ég hefði valið að hún væri ekki í þessu standi núna þar sem ég er að fara í 2 erfið próf og hef fulla þörf fyrir að sofa á nóttunni. Hef lítið getað lært í dag bara geispað og horft á bækurnar og engan veginn náð einbeitingu. Stubbur svo sem ekkert skárri í dag heldur en síðustu nótt en svona er þetta bara
Tókst að brenna mig á öllum litla putta við pönnsubakstur, ekki alveg klár hvað ég var að spá með að leggja puttann flatan á pönnukökuplötuna..DÖH. Þannig að nú er hann risavaxin blaðra haha skal nú segja ykkur það. Suma daga á maður ekki að fara á fætur. Tókst líka að missa allt úr ruslafötunni í dag yfir allt og ég var nú ekki í góðu skapi fyrir en pottþétt að það skánaði ekki. Svo var ég að láta renna í bað fyrir Brynju og eitthvað snerist upp á sturtuhausinn þannig að það var farin að myndast sæmilegast sundlaug inni á baðherbergi allt gólfi rennblautt.
Best að fara að halda áfram að horfa á Lollið hef hvort sem er ekkert að segja..
Sjúlli kveður hálfsofandi