Enn einn föstudagurinn

Já ótrúlegt hvað tíminn líður rosalega hratt. Mér finnst ég varla hafa gert neitt á þessari viku sem liðin er þó svo að auðvitað hafi ég gert helling. Ég er búin að vera viðundandi dugleg að læra miðað við tímaleysi, en hef samt verið að læra öll kvöld nema reyndar miðvikudagskvöldið þá slakaði ég mér. En s.s. já í dag er föstudagur og ég er að herða mig upp í að þrífa, Katla komin í vagninn þannig að núna annaðhvort fer ég að þrífa eða læra...hmmm ef tvennt leiðinlegt er í boði vel ég heldur lærdóminn í bili allavega.

Hlakka mjög til 6 des þá um kvöldið ætla ég að halda sjálfri mér veislu og vaka lengi frameftir og horfa á einhverja góða mynd. Yeah maður fer ekki fram á mikið þessar vikurnar:)

Veðrið hér er ofsalega fallegt 3°hiti og smá föl. Aðeins byrjað að sjást seríur í næstu húsum sem fær mann til að fyllast stemmara jájá. Fara upp seríur í dag í stofuna hjá mér Brynja Dögg er ráðin í það starf.

Var að klára Harðskafi eftir Arnald stórgóð bók hjá kallinum (já ég gaf mér tíma á kvöldin inni í bæli). Svo langar mig mikið að lesa bókina hennar Eddu Andrésar um Alzheimer og hvernig það fór með pabba hennar. Búin að lesa nokkrar bækur um Alzheimer bæði bækur sem hafa verið skrifaðar um einstaklinga og svo bækur um sjálfan sjúkdóminn. Hef haft mikinn áhuga á þessum sjúkdómi síðan ég vanná Kristnesi en þar var ég læknaritari fyrir Örnu öldrunarlækni sem var með göngudeild Alzheimer á FSA. Spennandi en sorglegur sjúkdómur oft á tíðum.

Hvað á ég að röfla meira er ferlega andlaus og þreytt. Katla var sérlega pirruð í gær eftir sprautuna og var á handlegg meira og minna, en við gerðum nú samt ýmislegt, búin að finna upp tækni til að ryksuga með hana á handlegg eða ekki stundum situr hún á ryksugunni og ég held við hana, gerum ýmislegt sko. Svaf eiginlega ekkert í allan gærdag en svo núna steinsefur hún og svaf í alla nótt vaknaði ekki einu sinni jibbí samt er ég þreytt...

Sjálfsvorkunnarblogg hér á ferð en maður verður að tjá sig um svona einhversstaðar og því ekki hér...vill einhvern vorkenna mér fyrir það sem ég valdi sjálfLoL

Sjúlli kveður vitleysan uppmáluðKissing


Bloggfærslur 23. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband