13.11.2007 | 10:26
Þriðjudagur til þreytu
Er það ekki þannig, ótrúlega þreytt allavega í dag og finnst að það ætti að vera lögboðinn frídagur. Kaffið bjargar þessu hef aldrei drukkið á ævi minni eins sterkt kaffi og núna, ákvað að prófa expresso úr kaffivélinni minni flottu og það er bara gott sterkt en gott. Hlýt að vakna.
Er ekki komin lengra en að horfa á námsefnið í Lol er nú ekkert heillandi fyrirsögnin, Þvagkerfið, vökva- saltvægi, sýrubasavægi. Kannski ekkert skrýtið að maður sé þreyttur.
Katla komin í vagninn og ég var að henda nokkrum myndum inn á síðuna hennar. Hún er svo mikill gullmoli þessi elska. Sönglaði í allan morgun mamamamamam og ég er nú að vonast til að það þýði mamma. En ég er s.s. búin með morgunleikfimina því það var eltingarleikur hún í göngugrindinni en ég á fjórum fótum lafmóð:) haha yndislegt.
Við systur erum að fara í blóðprufu í fyrramálið þar sem sjúkdómurinn Hemochromatosis var að greinast í familiunni en þá safnast járn upp í líkamanum. Þannig að maður verður að láta taka úr sér blóð í fyrramálið og ég sem hata nálar eftir að ég átti Kötlu var nefnilega eins og nálapúði eftir það jakk en ég er hörð.
Eitt svona videó í lokin er það ekki svona sem karlmenn vilja hafa okkur...tja hvað haldið þþið
Sjúlli kveður....nöldrandi