8.1.2007 | 11:33
Allt gamanið búið
Þá er þessi hátíð liðin en hún kemur aftur að vísu ekki sú saman sem betur fer. Um næstu jól verðum við ekki 4 heldur verðum við þá orðin 5 ef allt gengur að óskum, lítill gólandi Marteinn sem rífur og slítur í allt sem hann nær í Allir búnir að hafa það virkilega gott hérna um jól og áramót, vorum hjá Einhyltingum á gamlárskvöld og var það bara mjög gaman mikið bombað, borðað, drukkið og bara virkilega gaman hjá oss. Pabbi var með okkur líka og hafði held ég bara gaman af því að sjá hvað Akureyringar voru bilaðir með flugeldana.......
Fórum frekar snemma heim eða um 2 leytið þar sem Elín systir var búin að bjóða í mat á Húsavík á Nýársdag og vorum við komin þangað um 2 leytið í hreindýr og lamb, ekki að maður hafi beinlínis verið svangur en maður át samt alveg heilan helling........
Af Marteini er allt gott að frétta hann greinilega þroskast og stækkar og er farinn að sparka verulega í rifbeinin á elsku mömmu sem er ekki alltaf voðalega kát með það sérstaklega ekki þegar hún vill sofa....tökum á þessu máli fljótlega. Hraðslátturinn er að aukast núna svona síðustu daga ef eitthvað er og stendur líka lengur yfir í hvert skipti, frestaðist að ég ætti að fara til Gunnars en ég á að fara 22.01. Eins og gliðnunin ekki á undanhaldi og má ég þakka fyrir að geta komist út í bíl áður en ég fer að finna fyrir þessu helv.....en maður á ekki að kvarta.....gæti verið mikið verra, verð bara að vera til friðs. Er að fara í mæðraskoðun í dag og er þá komin 29 vikur og 4 daga þannig að þetta styttist óðum.
Eyþór er að vinna alveg á fullu og hefur svo sem ekki mikið getað slappað af en getur það vonandi fljótlega eitthvað en maður veit aldrei.. Brynja er í fríi í skólanum í dag vegna einhvers viðtalsdags, Rakel er að fara á morgun fljótt að líða en hún kemur aftur í vor......
Nenni þessu ekki lengur.......
Sjúlli kveður skapvondur að þessu sinni....