Snilldin ein

Helgin liðin og fríið mitt að verða búið damn, kemur vonandi fljótlega annað frí. Búið að vera mikið um að vera um helgin, Brynja að keppa á móti þannig að maður var töluvert upp á velli og svo kom pabbi inneftir í gær þar sem hann varð sjötugur og vildi ekki vera heima.

Tók hann og Ragnhildi Sól með mér á fótboltaleik hjá Brynju og svo fórum við öll auk Guðmundar til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og síðan út að borða á Greifanum, var bara alveg fínasti dagur fannst mér. Hilla pilla var bara heima þar sem hún er alltaf með einhverja verki, vona bara að þetta fari að springa út eins og hr. Haukur segir, síðan sátum við feðgin hérna heima í stofu og spjölluðum til rúmlega 22 en þá dreif hann sig heim.

Bara fínn dagur. Skrapp svo í morgunkaffi til Hillu eftir að hafa legið lengi í leti upp í rúmi og er svo að fara að drífa mig á fund með Dísu og aðstandendum eins skjólstæðings, eflaust mjög spennandi dæmi.

Heilsan er í fínu lagi, finn ekki fyrir neinu, vildi bara að tíminn liði ögn hraðar...nenni ekki að bíða hef aldrei verið mjög þolinmóð:) Fór í hnakkaþykktarmælingu sem kom vel út og á að fara í mæðraskoðun á fimmtudag en henni var frestað síðast og ég er að spá í að fresta henni og athuga hvort ekki sé laus tími þegar Eyþór verður kominn heim, langar nú helst að hafa hann með:)

Þannig að allt í fína standinu hér, nema karlinn er ekki heima en það fer að styttast í að hann komi:)

Farin á fund

Sjúlli kveður óþolinmóður að vanda


17 september:)

Ég sit nú á bakka Rínar og nýt góða veðursins og útsýnisins. Framhjá sigla sportbátar og prammar. Ég bý hjá alveg frábærri fjölskyldu, hjónunum Hainz og Lenu og börnum þeirra sem heita Anna, Jan og Judith. Ég eyddi deginum í gær í hinni yndislegu borg Mainz. Það var eitthvað festival í gangi þar og allt fullt af fólki. Ég fór á orgeltónleika í dómkirkjunni, rölti um miðborgina en eyddi þó mestum tíma á kaffihúsum. Ég tók síðan lest til Oppenheim seinnipartinn í gær. Ég hitti Hans-Ola í kirkjunni þar sem hann æfði á hið frábæra orgel kirkjunnar. Hann er með tónleika nú í kvöld. Gestgjafar mínir buðu mér svo í smá kaffihúsarölt í gærkvöld.

Kúrsinn byrjar svo í fyrramálið. Ég ætla sennilega að spila Catedrales eftir L. Vierne. Nota tækifærið þegar maður kemst í svona svakalega fínt orgel. Verkið er nefnilega eins og sniðið fyrir orgelið.

Haukur á afmæli í dag, er sjötugt unglamb. Til hamingju með daginn tengdi.

Meira á morgun,
Eyþór

Bloggfærslur 18. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband